Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. júní 2010 23:50
Fótbolti.net
Umfjöllun: Tíu Víkingar fóru létt með Hvergerðinga
Ívar Örn Guðjónson skrifar frá Grýluvelli
Helgi Óttarr skoraði síðara mark Víkings.
Helgi Óttarr skoraði síðara mark Víkings.
Mynd: Þórir Þórisson
Sindri Már Sigurþórsson (til vinstri) fékk að líta rauða spjaldið.
Sindri Már Sigurþórsson (til vinstri) fékk að líta rauða spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Hamar 0-2 Víkingur Ólafsvík:
0-1 Þorsteinn Már Ragnarsson
0-2 Helgi Óttarr Hafsteinsson
Rautt spjald: Sindri Már Sigurþórsson ('34)

Hamarsmenn tóku á móti toppliði Víkings Ólafsvíkur á Grýluvelli í kvöld. Margir voru mættir á völlinn og þar á meðal Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunar.

Leikurinn byrjaði eins og við mátti búast með sterkri pressu Víkinga. Fyrstu 10 mínúturnar voru Víkingar bunir að eiga glás af hálffærum og þar á meðal sláarskot. Hægt væri að gera heila blaðsíðu af öllum færunum en það verður að bíða betri tíma.

Það var svo á 11.mín sem fyrsta dauðafærið kom þegar Aleksandrs Cekulajev fékk sendingu fyrir af kantinum og ákvað að skjóta í stað þess að senda boltan lengra og endaði skotið hræðilega framhjá.

Leikurinn hægðist þó svo Víkingar hafi ráðið ríkjum áfram. Eftir 28.mín fékk þó Aleks fínt færi, en sem fyrr brást honum bogalistinn.

Það var síðan Sindri Sigurþórsson í liði Víkings sem fékk rautt spjald eftir 34.mín eða tvö sanngjörn gul spjöld.

En þetta spjald virtist brjóta ísinn fyrir Víkinga því þeir skoruðu einungis 3 mínútum síðar og var þar að verki Þorsteinn Már Ragnarsson sem fékk sendingu frá Edin Beslija, en þó verður að segjast að hann var langt fyrir innan, eða svipað mikið og Tevez gegn Mexico.
Fleira er svo ekki frásögu færandi úr fyrri hálfleikinum.

Seinni hálfleikur gekk út á að Hamarsmenn léku uppá síðasta þriðjung vallarins þar sem þéttir Víkingar tóku á móti þeim og vantaði alltaf loka hnykkinn á leik Hamarsmanna.

Það var svo tíu mínútum fyrir leikslok þegar léleg sending kom úr vörn Hamars, Víkingar nýttu sér það og sóttu hratt upp miðjuna, barst boltinn þaðan og inn fyrir til hægri á Helga Óttar Hafsteinsson sem kláraði færið vel og því úrslitin svo gott sem ráðin. Það gerðist lítið eftir þetta nema gula spjald dómarans fór ekki niður í vasa seinustu fimm mínúturnar, og kórnaði hann þar sinn slæmaleik ásamt sínu tríói.
banner
banner