Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 30. júní 2010 15:39
Magnús Már Einarsson
Heimir Hallgrímsson stýrir ÍBV ekki í næsta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, er staddur á Englandi þar sem hann er að klára nám sem gefur UEFA Pro þjálfaragráðuna.

Heimir mun af þeim sökum missa af leik ÍBV og Stjörnunnar í Pepsi-deildinni á mánudag.

Í fjarveru hans mun aðstoðarþjálfarinn Dragan Kazic stýra Eyjamönnum ásamt Hjalta Kristjánssyni þjálfara KFS.

Heimir kemur síðan aftur til Íslands á mánudag og verður því á sínum stað þegar að ÍBV tekur á móti Keflavík eftir rúma viku.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þjálfarar missa af leik hjá sínu liði þar sem þeir eru að klára þjálfaranám en það sama átti sér stað í fyrra þegar Willum Þór Þórsson og Þorvaldur Örlygsson misstu af leikjum hjá Val og Fram.
banner
banner
banner