Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 01. júlí 2010 10:29
Hörður Snævar Jónsson
Heimild: Sky 
Gerrard telur Hodgson rétta manninn fyrir Liverpool
Mynd: Getty Images
Liverpool staðfesti í dag ráðningu sína á næsta knattspyrnustjóra félagsins en það er Roy Hodgson sem kemur frá Fulham.

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool er sáttur með eftirmann Rafa Benitez.

,,Félagið hefur ráðið flottan stjóra í Roy Hodgson," sagði Gerrard.

,,Rafa fór fyrir nokkrum vikrum og félagið vildi taka sér tíma fá rétta manninn í starfið."

,,Roy er með mikla reynslu og ég trúi því að hann sé rétti maðurinn fyrir Liverpool."

,,Það var þess virði að bíða og ég og ég er viss um að hann vill byrja strax að seta sinn svip á hlutina fyrir næstu leiktíð."

banner
banner