,,Ég er mjög sáttur, þetta var erfið fæðing," sagði Andri Rúnar Bjarnason framherji BÍ/Bolungarvík sem skoraði stórglæsilegt mark sem tryggði hans mönnum 1-2 sigur á Víði í Garði í 2. deildinni í dag.
,,Við vorum að halda boltanum mjög vel og spila honum, það var mikil hreyfing en við vorum bara klaufar að klára ekki færin."
,,Við erum mjög sáttir, það er mjög langt síðan við höfum fengið þrjú stig hérna, þetta er erfiður völlur."