,,Þetta var mjög sætt, þetta var rosalega erfiður sigur, en þrjú stig og við tökum þeim fagnandi," sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari BÍ/Bolungarvíkur eftir 1-2 sigur á Víði í Garði í 2. deildinni í dag.
,,Veturinn er að skila okkur, við erum í góðu formi og ég held við getum hlaupið flest lið af okkur. Það er að skila sér."
,,Við ætlum að fara í alla leiki til að vinna og í restina sjáum við hvað við erum með mörg stig og hvað það fleytir okkur."