,,Hann er svolítið sérstakur þessi leikur, FH var meira með boltann og við fengum þar af leiðandi opnari sóknir og hreinni færi," sagði Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur eftir 1-1 jafntefli gegn FH í kvöld.
,,Til dæmis tvisvar maður á móti markmanni þar sem Gulli bjargaði þeim með frábærri markvörslu."
,,Ég var ánægður með baráttuna í okkar mönnum. Það kostar mikil hlaup að eiga við FH liðið. Þeir eru að finna sitt form og sóknarfærslurnar mjög rútíneraðar."
,,Ég var mjög ánægður með baráttuna hjá okkur, það var alltaf á að klára leikinn. Þó þeir hafi verið meira með boltann þá áttum við góðar sóknir og vorum mjög baráttu samir og vinnusamir."
,,Ef ég horfi á færin og hvernig færin voru þá fengum við hreinni og opnari færi. Það var ekki endilega lagt upp með það (að liggja aftur og beita skyndisóknum) en við áttuðum okkur á því að það myndi geta skilað og þess vegna held ég að það hafi verið skynsamlegt. Það voru forsendur til að taka öll þrjú stigin. En við fengum eitt stig á móti liði Íslandsmeistaranna sem er að finna sitt form."