Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. júlí 2010 14:30
Hörður Snævar Jónsson
Lið og uppgjör 10. umferðar
Það var fjör í leik Fram og Vals.
Það var fjör í leik Fram og Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
10. umferð Pepsi deildar karla lauk í gær með þremur leikjum og hér að neðan má sjá lið og uppgjör Fótbolta.net.

Mark umferðarinnar: - Denis Sytnik (ÍBV)
Denis Sytnik leikmaður ÍBV skoraði frábært mark er Eyjamenn unnu Stjörnuna 0-2 í Garðabæ. Syntik fékk góða sendingu frá Tryggva Guðmundssyni inn fyrir vörn Stjörnunnar og vippaði boltanum laglega yfir Bjarna Þórð í markinu sem var kominn of framarlega.

Leikur umferðarinnar: Fram 2 - 2 Valur
Það var boðið uppá allan pakkann á Laugardalsvellinum, mörk, rauð spjöld og dramatík. Valsmenn komust í 2-0 en Framarar sýndu mikinn karakter og komu til baka. Jón Guðni Fjóluson fékk svo að fjúka útaf fyrir litlar sakir. Bæði lið fengu færi til að klára leikinn, Valsmenn klúðruðu vítaspyrnu og Hannes varði oft frábærlega.

Augnablik umferðarinnar: - Fyrsta stig Hauka á heimavelli
Það leit út fyrir að Haukar þyrftu enn að bíða eftir sínu fyrsta stigi á heimavelli sínum á þessari leiktíð þangað til á 93. mínútu. Þá jafnaði Kristján Ómar Björnsson leikinn fyrir Hauka. Fyrsti sigur liðsins ætlar þó að láta bíða eftir sér en liðið hefur enn ekki unnið leik í sumar.

Klúður umferðarinnar: Sævar Þór Gíslason
Sævar Þór Gíslason framherji Selfoss fékk algert dauðafæri til að jafna gegn Breiðablik í gær. Blikar höfðu komist í 1-2 og strax í næstu sókn fékk Sævar Þór dauðafæri, Ingvar Kale varði þá boltann til Sævars sem var með nánast opið markið en skaut framhjá.

Umdeildasta atvik: - Rauða spjald Jón Guðna
Jón Guðni Fjóluson leikmaður Fram fékk afar umdeilt rautt spjald er hann var rekinn af velli þegar Fram og Valur gerðu 2-2 jafntefli. Sam Tillen jafnaði fyrir Fram 2-2 og þegar Jón Guðni var að hlaupa til baka lá Danni König í jörðinni, Jón sparkaði lauflétt í lappir König sem lyfti upp löppinni. Kristinn Jakobsson gaf honum rautt spjald sem var helst til of harður dómur.

Ummæli vikunnar: - Valur Fannar Gíslason (Fylkir)
,,Þetta er bara aumingjadómur og vesalingsskapur að missa þetta inn, bara algjör aumingjaskapur," sagði Valur Fannar eftir jafntefli liðsins gegn Haukum en jöfnunarmark Hauka kom á 93. mínútu.

Þjálfari umferðarinnar: - Þorvaldur Örlygsson
Þorvaldur Örlygsson kann að berja sína menn áfram þótt að á móti blási. Framarar voru komnir tveimur mörkum undir gegn Val en komu til baka og náðu í eitt stig en hefðu eins og Valsmenn geta tekið stigin þrjú.


Lið umferðarinnar:
Hannes Þór Halldórsson (Fram), James Hurst (ÍBV), Eiður Aron Sigurjbörnsson (ÍBV), Finnur Orri Margeirsson (Breiðablik), Haraldur Freyr Guðmundsson (Keflavík), Ólafur Páll Snorrason (FH), Bjarni Guðjónsson (KR), Andri Ólafsson (ÍBV), Matthías Vilhjálmsson (FH), Kristinn Steindórsson (Breiðablik), Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
banner
banner
banner
banner