Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. júlí 2010 14:00
Magnús Már Einarsson
Leikm 10.umf: Erum ekki að fara að spila heima við pappakassa
Andri í leiknum á sunnudag.
Andri í leiknum á sunnudag.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Ólafsson var öflugur á miðjunni hjá ÍBV í 2-0 sigrinum á Stjörnunni í fyrrdag.

Andri er leikmaður tíundu umferðar í Pepsi-deildinni hér á Fótbolta.net.

Andri Ólafsson
Aldur: 25 ára
Leikir og mörk með ÍBV: 146 leikir og 20 mörk
Lið á HM: Danmörk
Lið á Englandi: Liverpool
Uppháhald knattspyrnumaður: Það var Steven Gerrard en er núna Finnur Ólafsson
,,Ég var ánægður með sigurinn. Við lögðum leikinn akkúrat svona upp," sagði Andri við Fótbolta.net í dag en hann hóf leikinn sjálfur frammi áður en hann fór niður á miðjuna.

,,Í rauninni byrjum við með þrjá menn frammi. Við byrjum oft leiki á því að sækja á liðin og svo fell ég yfirleitt niður og við förum í 4-4-2. Ég og Finnur (Ólafsson) áttum ágætis leik. Við komum ekki mikið við boltann en endalaus hlaup skiluðu því að Stjarnan gat lítið opnað okkur í leiknum."

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var á þjálfaranámskeiði í Englandi og missti af þeim sökum af leiknum.

,,Það var ekkert að trufla okkur en það munar samt alltaf aðeins um hann. Hann er með flotta töflufundi, við fengum hann sendan á e-maili og þetta var sýnt á skjávarpa."

Eyjamenn eru í öðru sæti deildarinnar eftir tíu umferðir og vantar einungis tvö stig til að jafna stigafjölda sinn á öllu tímabilinu í fyrra.

,,Við erum búnir að bæta við okkur sterkum leikmönnum. Við vorum margir að spila undir getu í fyrra. Síðan er þetta aðeins að falla með okkur. Stjarnan hefði alveg getað komist í 1-0 og þá hefðu þeir fengið rosa fína umfjöllun."

Þeir leikmenn sem Eyjamenn engu fyrir tímabilið hafa spilað mjög vel og þar má nefna Tryggva Guðmundsson, James Hurst og Finn Ólafsson.

,,Ef maður á að velja einn út þá finnst mér Finnur hafa verið svakalegur. Ég hafði ekkert séð þennan strák áður en hann kom hingað og það kom hrikalega á óvart hvað hann er búinn að vera öflugur. Hann er búinn að vera jafnbesti leikmaður okkar í sumar, Tryggvi líka og James (Hurst). Allir sem voru keyptir voru keyptir til að fara inn í liðið og þeir hafa staðið undir því."

Fyrir tímabilið gáfu Eyjamenn út það markmið að þeir ætluðu að ná Evrópusæti og fyrri hluti tímabilsins hefur gengið vel.

,,Við erum í öðru sæti sem gefur Evrópusæti en það er ekki nóg að vera með 20 stig til að komast í Evrópusæti. Það þarf að tvöfalda það sennilega og gengið þarf að vera gott líka í seinni umferðinni til að það náist."

Næstu fimm leikir ÍBV eru á heimavelli og sá fyrsti er gegn Keflavík á fimmtudag.

,,Eins og er þá lítur þetta vel út en við erum ekki að fara að leika fimm heimaleiki við einhverja pappakassa. Við eigum leiki á móti fimm efstu liðunum eða eitthvað. Ef það gengur vel sést hvað við ætlum að gera en þetta gæti líka snúist í andlitið á okkur," sagði Andri að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 9. umferðar - Guðjón Árni Antoníusson (Keflavík)
Leikmaður 8. umferðar - Lars Ivar Moldskred (KR)
Leikmaður 7.umferðar - Gilles Mbang Ondo (Grindavík)
Leikmaður 6.umferðar - Sigurbjörn Hreiðarsson (Valur)
Leikmaður 5.umferðar - Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Leikmaður 4.umferðar - Haukur Baldvinsson (Breiðablik)
Leikmaður 3.umferðar - Eyþór Helgi Birgisson (ÍBV)
Leikmaður 2.umferðar - Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
Leikmaður 1.umferðar - Steinþór Freyr Þorsteinsson (Stjarnan)
banner
banner
banner
banner