Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   mið 07. júlí 2010 12:08
Magnús Valur Böðvarsson
11 landsliðsmenn Þýskalands með tvöfalt ríkisfang
Þjóðverjar leika seinna í kvöld í undanúrslitum við lið Spánverja á Heimsmeistaramótinu í Suður Afríku í kvöld. Þjóðverjar hafa farið á kostum hingað til en það sem athygli vekur er að næstum helmingur 23 manna hóps Þjóðverja hefur annað ríkisfang þó flestir þeirra séu uppaldir í Þýskalandi.

Markverðirnir eru allir þýskir en þrír varnarmenn eru af erlendu bergi brotnir. þetta eru þeir Dennis Aogo sem á ættir að rekja til Nígeríu, Serdar Tasci sem er fæddur í Tyrklandi og á ættir að rekja þangað og Jerome Boateng sem á faðir frá Ghana. Þá lék bróðir hans Kevin Prince Boateng með landsliði Ghana á HM.

Á miðjunni eru það Samir Khedira, Mesut Özil, Marko Marin og Piotr Trpchowski sem hafa annað ríkisfang. Khedira er fæddur í Túnis, Özil er af Tyrkneskum ættum, Marin er frá Bosníu og Trochowski frá nágrannaríkinu Póllandi.

Sóknarmenn Þjóðarverja eru engin undantekning en Miroslav Klose er Pólskur, sömu sögu er að segja af Lukas Podolski, Cacau er frá Brasilíu og Mario Gomez á ættir að rekja til Spánar.

Fari svo að Þjóðverjar verði heimsmeistarar þá get líklega margar þjóðir eignað sér allavega smá heiður af þessum árangri.
banner