Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   mið 07. júlí 2010 21:48
Einar Sigurðsson
Dan Gosling yfirgefur Everton
Hinn ungi og efnilegi Dan Gosling hefur hafnað nýjum samningi hjá Everton og hefur yfirgefið félagið á frjálsri sölu.

Enska knattspyrnusambandið ákvað að leyfa Everton ekki að selja leikmanninn eftir að hafa mistekist að bjóða honum nýjan samning um miðjan maí.

Menn sem standa að samningamálum Everton eru undrandi á ákvörðun hans því hann virtist vera tilbúinn að samþykkja nýjan samning sem ekkert varð síðan úr.

Liðið hefði getað fengið 4 milljónir punda í uppeldisbætur fyrir þennan unga leikmann hefði hann fært sig um set í annað lið í ensku úrvalsdeildinni á meðan hann væri á samning hjá Everton.
banner