Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   sun 11. júlí 2010 17:05
Einar Sigurðsson
Umfjöllun: Víkingur hafði betur gegn KA
Helgi Sigurðsson skoraði tvö mörk og átti góðan leik. Hér er hann í baráttu í dag.
Helgi Sigurðsson skoraði tvö mörk og átti góðan leik. Hér er hann í baráttu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dean Martin, spilandi þjálfari KA, þarf að koma sínu liði á beinu brautina.
Dean Martin, spilandi þjálfari KA, þarf að koma sínu liði á beinu brautina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi fagnar í dag.
Helgi fagnar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leifur Garðarsson þjálfari Víkings.
Leifur Garðarsson þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Víkingur – KA 2-0
Helgi Sigurðsson 1-0 ('48)
Helgi Sigurðsson 2-0 ('57)

Víkingur sigraði KA nokkuð sannfærandi 2-0 á Víkingsvelli í dag þar sem Helgi Sigurðsson skoraði bæði mörk Víkinga. Aðstæðar til knattspyrnuiðkunnar voru hinar bestu, sól og völlurinn góður, og ekki yfir neinu að kvarta.

KA-menn byrjuðu leikinn betur með því að setja töluverða pressu á Víkinga og heimamenn voru oft í stökustu vandræðum með að halda boltanum innan liðsins. Á 10. mínútu hefðu þeir rauðsvörtu getað komist yfir. Milos Glogovac átti þá langa spyrnu fram völlinn inn í teig gestanna beint á kollinn á Jakob Spangsberg sem skallaði á Þorvald Sveinsson sem skaut yfir markið úr þröngu færi.

Skömmu síðar fengu þeir gulklæddu kjörið tækifæri til að skora en þá átti Dean Martin, spilandi þjálfari KA-manna góða sendingu inn í teiginn á Hallgrím Mar sem hafði nægan tíma en skot hans fór beint á Magnús Þormar sem gerði vel í markinu.

Daniel Stubbs virkaði frískastur í liði KA í fyrri hálfleik. Hann átti góðan rispu sem endaði með skoti í hliðarnetið.

Helgi Sigurðsson fékk úrvalsfæri á 27. mínútu þegar hann var einn gegn Sandor Matus, markverði KA, en hann náði ekki að koma boltanum framhjá honum.

Viktor Örn Guðmundsson, spyrnusérfræðingur Víkinga, tók aukaspyrnu rétt fyrir utan teig á 39. mínútu sem hafnaði rétt yfir mark gestanna.

Skömmu síðar fengu þeir annað færi til að komast yfir en þá átti Helgi Sigurðsson gott hlaup upp hægri vænginn og gaf inn í þar sem Jakob Spangsberg var einn og óvaldaður en Sandor Matus varði meistaralega í marki KA.

Staðan í hálfleik var semsagt 0-0. Víkingar höfðu fengið fleiri færi en ekki nýtt þau annars var leikurinn jafn. KA menn byrjuðu betur og voru nokkuð frískir.

Heimamenn gerðu eina breytingu í hálfleik. Dofri Snorrason kom inná hægri kantinn fyrir Martein Briem.

Víkingar voru ekki lengi að skora en það tók einungis þrjár mínútur. Jakob Spangsberg átti frábæran sprett upp völlinn sem endaði á því að hann gaf á Viktor Örn sem átti góða sendingu fyrir markið á Helga Sigurðsson sem lúrði á fjærstönginni og náði að pota boltanum inn fyrir marklínuna. Staðan 1-0 og með þessu marki tóku þeir öll völd á vellinum.

Helgi Sigurðsson bætti við marki á 57. mínútu eftir frábæran einleik í teig KA manna. Hann virtist hafa misst boltann of langt frá sér í teignum en hann fórnaði sér fyrir málstaðinn og kláraði vel í fjærhornið. Staðan orðin 2-0 fyrir Víking.

Gestirnir höfðu nú hug á að fríska upp á sóknarleikinn. Orri Gústafsson, framherji, kom inná fyrir Hauk Hinriksson á 57. mínútu

Víkingar róuðu sinn leik verulega í stöðunni 2-0 og KA-menn virtust nánast vera búnir að gefast upp. Daníel Hjaltason kom inná fyrir Jakob Spangsberg þegar 12 mínútur lifðu leiks og kom með ákveðinn frískleika í lið Víkinga sem enduðu á að sigla þessu örugglega í höfn.

Með sigrinum komust þeir upp fyrir Leikni á markatölu og eru þeir nú með 22 stig. KA eru hins vegar komnir í bullandi fallbaráttu með einungis 9 stig. Þeir eru klárlega með betra lið en taflan sýnir og það er ljóst að þeir þurfa að fara að skoða sín mál.

Byrjunarlið Víkings 4-4-2: Magnús Þormar – Tómas Guðmundsson, Milos Glogovac (Milos Milojevic 67.), Egill Atlason, Sigurður Egill Lárusson – Marteinn Briem (Dofri Snorrason 46.), Kristinn Jóhannes Magnússon, Þorvaldur Sveinn Sveinsson, Viktor Örn Guðmundsson – Jakob Spangsberg (Daníel Hjaltason 78.), Helgi Sigurðsson
Varamenn Víkings: Pétur Örn Svansson, Dofri Snorrason, Milos Milojevic, Hjalti Már Hauksson, Daníel Hjaltason

Byrjunarlið KA 4-3-3: Sandor Matus – Srdjan Tufegdzic, Þórður Arnar Þórðarson, Janez Vrenko, Kristján Páll Hannesson – Haukur Hinriksson (Orri Gústafsson 57.), Guðmundur Óli Steingrímsson, Andri Fannar Stefánsson – Daniel Alan Stubbs, Dean Martin, Hallgrímur Mar Steingrímsson (Magnús Blöndal 70.)
Varamenn KA: Orri Gústafsson, Davíð Rúnar Bjarnason, Steinn Gunnarsson, Sigurjón Fannar Sigurðsson, Magnús Blöndal
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
banner