Keflavík 0 - 2 Breiðablik
0-1 Kristinn Steindórsson (72)
0-2 Alfreð Finnbogason (85)
0-1 Kristinn Steindórsson (72)
0-2 Alfreð Finnbogason (85)
Það var sól og logn í Keflavík í kvöld þegar heimamenn fengu Breiðablik í heimsókn. Blikarnir höfðu harm að hefna en fyrri leik þessara liða lauk með 1-0 sigri Keflvíkinga í upphafsleik mótsins.
Fyrsta marktækifæri leiksins kom á 6 mínútu þegar Jóhann Birnir fékk gott færi en hann náði ekki að nýta sér það. Hörður Sveinsson fékk svo tvö góð færi eftir rúmar 20 mínútur af leiknum. Fyrst fékk hann sendingu innfyrir frá Paul McShane og var kominn einn á móti Ingvari en skot hans fór framhjá. Seinna færið fékk hann eftir sendingu frá Hólmari Erni inná vítateig Blikana en Hörður náði ekki til boltans. Skömmu síðar fékk Guðmundur Steinarsson mjög gott færi þegar hann fékk boltan í vítateig Blikana en Guðmundur virtist ekki alveg átta sig á aðstæðum og átti skelfilegt skot sem Ingvar átti ekki í erfiðleikum með.
Eftir hálftímaleik átti svo Alfreð Finnbogason skot að marki Keflvíkinga en Bjarni Hólm gerði vel í að verja skot hans. Ekki gerðist margt markvert það sem eftir lifði hálfleiksins og gengu menn því til búningsklefa með 0-0 jafntefli á bakinu.
Í síðari hálfleik hresstust Blikarnir og í upphafi síðari hálfleiks fékk Árni Kristinn Gunnarsson kjörið tækifæri til að koma Blikunum yfir þeegar hann fékk sendingu innfyrir vörnina frá Guðmundi Péturssyni en Ómar Jóhannsson í markinu gerði mjög vel í að verja frá honum.
Eftir 50 mínútur átti Paul McShane gott skot sem stefndi upp í markhornið en Ingvar Kale var ekki á því og fleygði sér á eftir boltanum og varði boltann glæsilega í horn. Á 63. mínútu átti Magnús góðan sprett upp völlinn og var kominn í gott færi en eins og svo oft í þessum leik þá var afgreiðsla leikmanna Keflvíkinga mjög slök og boltinn fór framhjá.
Á 70 mínutu tók svo Alfreð Finnbogason aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Keflvíkinga. Boltinn fór af varnarveggnum og rúllaði rétt framhjá markinu, Keflvíkingar stálheppnir þar en þeir voru ekki eins heppnir tvem mínútum síðar. Þung pressa frá Blikunum skilaði sér þegar Andri Rafn Yeoman var kominn í ákjósanlegt færi, hann lét ekki eigingirnina fara með sig og í stað þess að hamra boltanum á markið rúllaði hann boltanum á Kristinn Steindórsson sem skoraði af miklu öryggi og staðan því orðin 1-0.
Þrem mínútum síðar slapp Magnús Sverrir Þorsteinsson svo einn í gegnum vörn Breiðabliks og átti bara eftir að koma boltanum framhjá Ingvari í markinu en Ingvar kom á móti honum og varði glæsilega. Tíu mínútum fyrir leikslok áttu Keflvíkingar aukaspyrnu á hættulegum stað rétt fyrir utan vítateig Breiðabliks. Hólmar Örn fékk að spreyta sig í stað Guðmundar Steinarssonar en Hólmar hamraði boltanum vel yfir mark Breiðabliks.
Undir lok leiks fóru Keflvíkingar að sækja á mörgum mönnum og það kom þeim í koll fimm mínútum fyrir leikslok þegar Alfreð Finnbogason fékk góða sendingu infyrir frá Finni Orra Margeirssyni og kláraði færið mjög vel. Leikurinn fjaraði út eftir þetta en undir lok leiksins áttu Guðmundur Steinarsson og Hólmar Örn Rúnarsson góðan samleik í vítateig Blikana en skotið frá Hólmari Erni var slakt og því fór sem fór. 2-0 fyrir Blikana sem virka mjög sprækir og þeir geta svo sannarlega farið alla leið og unnið deildina.
Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson, Alen Sutej, (Sigurður Gunnar Sævarsson 82), Haraldur Freyr Guðmundsson (f), Bjarni Hólm Aðalsteinsson , Brynjar Guðmundsson, Paul McShane, Hólmar Örn Rúnarsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Jóhann Birnir Guðmundsson, (Ómar Karl Sigurðsson 75), Guðmundur Steinarsson, Hörður Sveinsson, (Magnús Þórir Matthíasson 75)
Lið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale, Árni Kristinn Gunnarsson, Kári Ársælsson (f), Elfar Freyr Helgason, Jökull I. Elísabetarson, Finnur Orri Margeirsson, Kristinn Jónsson, Haukur Baldvinsson, (Arnór Sveinn Aðalsteinsson 64), Kristinn Steindórsson 7, (Olgeir Sigurgeirsson 84), Alfreð Finnbogason, Guðmundur Pétursson, (Andri Rafn Yeoman 64)
Maður Leiksins: Ingvar Þór Kale (Breiðablik)
Áhorfendur: 1411
Dómari: Þóroddur Hjaltalín