Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. júlí 2010 07:09
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: AP 
Sjö félög fylgja fordæmi Tottenham með Vuvuzela
Mynd: Getty Images
Sjö félög í ensku úrvalsdeildinni hafa ákveðið að fylgja fordæmi Tottenham og banna notkun Vuvuzela lúðranna á leikjum liðanna á komandi leiktíð.

Vuvuzela lúðrarnir urðu heimsfrægir í sumar þegar þeir voru notaðir á Heimsmeistaramótinu í Suður Afríku.

Hljóðið þótti minna á leiðinlegt randafluguhljóð og sjónvarpsstöðvar beittu tækninni til að lækka í hljóðinu svo áhorfendur gæfust ekki upp á að horfa á leikina. Ensku liðin vilja ekki fá þetta hljóð á sína leikvanga.

Félögin sem bættust í hópinn með Tottenham eru Arsenal, Birmingham, Everton, Fulham, Liverpool, West Ham og Sunderland en þau segja bannið af öryggisástæðum til að skaða ekki heyrt áhorfenda.
banner