Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   mið 21. júlí 2010 10:40
Alexander Freyr Tamimi
Heimild: Sky 
Joe Cole stóðst læknisskoðun - Kominn með treyjunúmer
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur staðfest að Joe Cole stóðst læknisskoðun hjá félaginu og hefur hann skrifað undir fjögurra ára samning við félagið.

Enski landsliðsmaðurinn samþykkti samningstilboð frá félaginu á mánudag eftir að hafa yfirgefið Englandsmeistara Chelsea á frjálsri sölu í byrjun júlí. Hann flaug síðan til Sviss þar sem hann hitti sína nýju liðsfélaga og þar sem hann gekkst undir læknisskoðun.

Stutt yfirlýsing frá Liverpool hafði þetta að segja: „Liverpool getur tilkynnt það með mikilli gleði að Joe Cole hefur skrifað undir fjögurra ára samning við félagið."

Talið var að Cole fengi treyju númer sjö og myndi þar með feta í fótspor goðsagna á borð við Kevin Keegan og Kenny Dalglish (og Robbie Keane?) en hann mun aftur á móti klæðast treyju númer 10 á komandi tímabili.
banner
banner