Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
banner
   fim 22. júlí 2010 19:26
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sky 
Liverpool mætir Rabotnicki í Evrópudeildinni
Liverpool mætir liði Rabotnicki í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA en þetta varð ljóst eftir að liðið frá Makedóníu lagði Mika í kvöld.

Liðin gerðu markalaust jafntefli í líflausum leik í Yerevan í dag og því dugði mark Wandeir úr fyrri leiknum í Skopje til þess að Rabotnicki kæmist áfram.

Rabotnicki vann leikinn þrátt fyrir að spila rúmlega 45 mínútur manni færri.

Liverpool fer til Makedóníu í fyrri leikinn 29. júlí en hinn leikurinn fer fram á Anfield viku síðar og þetta verða fyrstu keppnisleikir Liverpool undir stjórn Roy Hodgson.
banner
banner