Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
   þri 03. ágúst 2010 17:04
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Insua mun ekki ganga til liðs við Fiorentina
Ekkert verður af því að Emiliano Insua, varnarmaður Liverpool, gangi í raðir Fiorentina.

Fiorentina var ekki til í að ganga að launakröfum Insua og því verður þessi 21 árs gamli Argentínumaður áfram hjá Liverpool.

,,Insua kemur ekki. Hann hafði háar launakröfur," sagði Pantaleo Corvino yfirmaður íþróttamála hjá Fiorentina.

,,Ég átti í viðræðum við yfirmann íþróttamála hjá Liverpool, sem er gestur okkar hér, þangað til tvö í nótt."

,,Við ákváðum að lokum að gefast upp á Insua sem verður áfram í Englandi."