Guðmundur Steinarsson leikmaður Keflvíkinga var ánægður eftir 2-1 sigur liðsins á Fylki í Árbænum í kvöld.
Fylkismenn leiddu lengi vel í leiknum en Guðmundur og Jóhann Birnir Guðmundsson náðu að skora undir lokin og tryggja Keflvíkingum sigur.
Fylkismenn leiddu lengi vel í leiknum en Guðmundur og Jóhann Birnir Guðmundsson náðu að skora undir lokin og tryggja Keflvíkingum sigur.
,,Þetta var mikil spenna í lokin. Þetta var góður tímapunktur til að jafna og við náðum að fylgja því eftir og ganga aðeins á lagið með því að ná sigrinum. Það var mikilvægt að ná sigri, það var svolítið langt síðan við unnum síðast," sagði Guðmundur við Fótbolta.net eftir leik.
Keflavík er eftir þennan sigur með 23 stig í fjórða sætinu, sex stigum á eftir efstu liðunum.
,,Við ætlum að komast eins ofarlega og hægt er. Það eru tvö lið sem eru hálfpartinn að stinga af og við viljum allavega vera á eftir þeim, það þýðir þá þriðja sætið."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.