,,Þetta er virkilega svekkjandi, við vorum búnir að fá nokkur mjög fín færi. Við áttum að vera búnir að klára þennan leik fyrr, það var frekar svekkjandi," sagði Jökull Elísabetarsson leikmaður Breiðabliks í samtali við Fótbolta.net eftir 1-1 jafntefli gegn FH.
Jökull skoraði mark Breiðabliks í leiknum en FH-ingar jöfnuðu á 87,. mínútu.
,,Spilamennskan var allt í lagi, hún hefur oft verið betri úti á vellinum. Við vorum að fá mörg góð færi, fleiri góð færi en FH-ingarnir en úti á vellinum hofum við oft spilað miklu betur."
,,Það er allt í góðu á meðan við fáum þessi færi, við gerðum allt sem við gátum til að geta unnið þennan leik. Ég er bara nokkuð sáttur."
Nánar er rætt við Jökull í sjónvarpinu að ofan.