Gunnleifur Gunnleifsson leikmaður FH var þokkalega sáttur eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Breiðablik í kvöld.
Blikar komust í 1-0 í fyrri hálfleik en Torger Motland jafnaði þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
,,Síðustu mínúturnar fengum við nokkra góða sénsa til að klára leikinn og taka þrjú stig. Fram að því höfðum við ekki verið að skapa mikið þó við hefðum verið með boltann allan seinni hálfleikinn. Náðum ekki að opna þá fyrr en þá," sagði Gunnleifur í samtali við Fótbolta.net.
,,Við tökum stigið úr því sem komið var, missa þá ekki of langt fram úr sér. Það var mikilvægt að tapa ekki, við höldum bara áfram."
Nánar er rætt við Gunnleif í sjónvarpinu hér að ofan.