,,Við fengum góð færi eftir að við skoruðum markið, Gunni Kristjáns átti þarna skot í slá. Ingvar Kale varði stórkostlega í restina og var frábær í leiknum," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH í samtali við Fótbolta.net eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í kvöld.
FH jafnaði leikinn á 87. mínútu þegar varamaðurinn, Torger Motland jafnaði. FH er því enn fjórum stigum á eftir Breiðablik.
,,Ef FH-liðið hefði tapað leiknum hefði verið lengra bil á milli, þetta eru fjögur stig og sex stig í ÍBV og það hefði verið gott hefði þetta verið minna. Það eru 7 umferðir og við verðum að halda áfram."
,,Það var margt jákvætt í leik FH-liðsins, við sköpuðum okkur góð færi sérstaklega í fyrri hálfleik og líka margar góðar sóknir. Það voru kannski úrslitasendingar að klikka en ég held að það hafi verið margt jákvætt í leik liðsins."
Nánar er rætt við Heimi í sjónvarpinu hér að ofan.