Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
   sun 08. ágúst 2010 22:38
Kjartan Már Gunnarsson
Umfjöllun: KR áfram á góðu skriði eftir góðan útisigur á Keflavík
Mynd: Kjartan Már Gunnarsson
Keflavík – KR 0-1
0 – 1 Kjartan Henry Finnbogason 42



Það var sól, blíða og llítill vindur þegar Keflvíkingar fengu KR-inga í heimsókn á Sparísjóðsvöllinn í Keflavík. Það kom fljótlega í ljós að leikmenn ætluðu sér ekki að taka of mikla sénsa í leiknum en fyrsta almennilega marktækifæri leiksins fékk Guðmundur Steinarsson eftir einleik og átti hann skot á mark KR-inga en Lars Ivar í markinu átti í engum vandræðum með laust skot hans.

Eftir átta mínútna leik fengu Keflavíkur svo annað tækifæri þegar Hólmar Örn renndi stuttum bolta á Jóhann Birnir úr aukaspyrnu sem tók á rás og lék með hann inní vítateig KR-inga en þéttur varnarmúr stóð þar fyrir honum og varði skot hans. Eftir korters leik átti svo Guðmundur Steinarsson aðra marktilraun sína langt utan af velli en þá náði hann þrumuskoti sem Lars Ivar í marki KR mátti hafa sig allan við að verja.

Eftir þetta kviknaði aðeins í KR ingum og eftir rúmar 20 mínútur fékk Baldur Sigurðsson, fyrrum leikmaður Keflvíkinga, frábært færi til þess að skora fyrsta mark leiksins. Hann fékk þá sendingu inn fyrir vörnina og var kominn einn í gegn en þá tók Bjarni Hólm á rás og náði mjög góðri tæklingu og bjargaði því að Baldur myndi skora. Nokkrum mínútum síðar fékk Óskar Örn Hauksson boltann úti á hægri kanti og lék inn að miðju vallarins og átti fast skot að marki sem fór rétt framhjá stönginni.

Eftir mikinn háloftabolta skoruðu KR-ingar á 42. mínútu þegar Viktor Bjarki Arnarsson átti frábæra fyrirgjöf frá hægri kanti, Bjarni Hólm féll í teignum og skildi Kjartan Henry eftir aleinan sem gerði engin mistök og skallaði framhjá Lasse Jörgensen í marki Keflavíkur og staðan því 1-0 fyrir KR.

Mínútu síðar sóttu Keflvíkingar að marki KR inga og komst Jóhann Birnir í gott færi við vítateigshornið og þrumaði að marki en boltinn fór vel framhjá, mjög vel gert hjá Jóhanni sem hefði þó mátt klára færið betur.

Staðan var því 0 – 1 í hálfleik og KR í góðri stöðu. Þessi fyrri hálfleikur mun þó seint fara í sögubækurnar fyrir hátt skemmtanagildi.

Í seinni hálfleik var greinilegt að Willum hafði lesið yfir sínum mönnum og mættu þeir grimmari til leiks. Þeir tóku öll völd á vellinum og náðu að skapa sér færi þegar tíu mínútur höfðu liðið af seinni hálfleik og var það vinstri bakvöðurinn Alen Sutej sem fékk sendingu utan af hægri kanti og stóð fyrir opnu marki en af einhverjum óskilanlegum ástæðum ákvað hann að skalla fyrir markið í stað að setja boltann á það og sóknin fjaraði út.

Keflvíkingar héldu áfram að sækja en náðu þó ekki að skapa sér nein umtalsverð marktækifæri. KR ingar létu þó vita af sér eftir 65 mínútur en þá atti Kjartan góðan sprett upp völlinn eftir vel útfærða skyndisókn og var kominn að vítateigslínu þegar brotið var á honum. Kjartan tók aukaspyrnuna sjálfur en hefði betur látið það vera því skot hans var víðs fjarri markinu.

En það sama hélt áfram, Keflvíkingar héldu boltanum án þess að skapa sér nein umtalsverð færi. Willum setti Hörð Sveinsson og Hauk Inga Guðnason inná, en þetta var fyrsti leikur Hauks Inga á tímabilinu. Þetta virtist þó ekki breyta miklu því Keflvíkingar áttu í erfiðleikum með að brjóta niður þéttan varnarmúr KR inga. Undir lok leiksins komst svo Óskar Örn Hauksson inn fyrir vörnina eftir frábært einstaklingsframtak en Lasse í markinu varði vel frá honum og niðurstaðan því 0-1 sigur KR inga í miklum barráttuleik. Þrjú stig mjög vel þegin hjá KR ingum en Keflvíkingar ná ekki að fylgja eftir góðum úrslitum á Fylkisvelli.

Maður Leiksins: Óskar Örn Hauksson (KR) átti mjög góða spretti í dag og leit vel út

Dómari: Örvar Sær Gíslason, átti fínan leik í dag

Keflavík: Lasse Jörgensen; Alan Sutej, Haraldur Freyr Guðmundsson (fyrirliði), Bjarni Hólm Aðalsteinsson (Haukur Ingi Guðnason 84), Guðjón Árni Antoníusson; Einar Orri Einarsson (Hörður Sveinsson 70), Hólmar Örn Rúnarsson, Guðmundur Steinarsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Jóhann Birnir Guðmundsson; Magnús Þórir Matthíasson.

Varamenn: Árni Freyr Ásgeirsson, Bojan Stefán Ljubicic, Brynjar Örn Guðmundsson, Magnús Þór Magnússon.

KR:Lars Ivar Moldskred; Dofri Snorrason (Björgólfur Takefusa 81), Jordao Diogo, Grétar Sigfinnur Sigurðsson, Mark Rutgers; Bjarni Guðjónsson (fyrirlði), Viktor Bjarki Arnarsson (Skúli Jón Friðgeirsson 81), Baldur Sigurðsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson (Gunnar Örn Jónsson 62), Óskar Örn Hauksson; Kjartan Henry Finnbogason.

Varamenn: Þórður Ingason, Egill Jónsson, Guðjón Baldvinsson, Eggert Rafn Einarsson
banner
banner
banner
banner