Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   mið 11. ágúst 2010 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Margir útsendarar erlendra liða koma í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Tveir landsleikir fara fram hér á landi í dag, annars vegar hjá U21 árs landsliði Íslands og hinsvegar A-landsliðinu og fjöldi erlendra útsendara hafa þegar boðað komu sína á leikina.

U21 árs landsliðið mætir Þýskalandi í gríðarlega mikilvægum leik í Kaplakrika klukkan 16:15 í dag og A-landsliðið á vináttuleik gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli klukkan 19:30.

Búast má við útsendurum frá eitthvað yfir tíu erlendum félagsliðum á leikina til að fylgjast með leikmönnnum liðanna eða jafnvel á þriðja tug einstaklinga.

Þá á eftir að telja til þá umboðsmenn sem mæta án þess að boða komu sína.

Það sem dregur útsendarana hingað til lands er auðvitað fjöldi ungra og efnilegra leikmanna sem leika með þessum liðum.

Það hjálpar svo til með það að með því að koma hingað geta menn séð tvo leiki sama daginn enda bæði stutt á milli leikjanna og stutt á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur þar sem leikið er.

Það eru þó ekki bara menn frá félagsliðum í Evrópu sem mæta því hingað koma einnig útsendarar frá Noregi og Danmörku sem mæta Íslandi í undankeppni EM 2012 í september, og frá Spáni og Skotlandi sem mæta Liechtenstein í september.
banner
banner
banner