Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   lau 14. ágúst 2010 08:02
Magnús Már Einarsson
Eyjólfur Sverrisson spáir í leik FH og KR
FH - KR í úrslitum VISA-bikarsins klukkan 18:00 í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
FH og KR mætast í úrslitum VISA-bikars karla á Laugardalsvelli klukkan 18:00 í kvöld.

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, býst við hörkuleik í kvöld.

Eyjólfur spáir því að leikurinn fari í vítaspyrnukeppni en að FH-ingar hafi betur þar.

FH 1 - 1 KR
Ég reikna með því að þetta verði mjög jafnt og ég spái því að þetta fari 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Atli Viðar Björnsson skorar fyrir FH og Björgólfur Takefusa fyrir KR.

Það hefur allt verið með KR undanfarið, þeir eru á skriði og það gengur allt upp sem þeir eru að gera.

Ég held samt að Gulli (Gunnleifur Gunnleifsson) verði örlagavaldur í vítakeppninni og FH vinni, hann er öflugur vítabani.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður með upphitunarþátt fyrir bikarúrslitaleikinn milli 12 og 14 í dag. Friðrik Dór Jónsson, Gunnar Kristjánsson og Hjörvar Hafliðason verða á meðal gesta.
banner
banner
banner