Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 13. ágúst 2010 23:25
Magnús Valur Böðvarsson
3.deild Úrslit og markaskorarar: Allt í hnút í A og B riðli
KFK menn fagna marki Torfa Geirs Hilmarssonar í kvöld.
KFK menn fagna marki Torfa Geirs Hilmarssonar í kvöld.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Guðbergur Baldursson skoraði fyrir Árborg gegn KFG í kvöld.
Guðbergur Baldursson skoraði fyrir Árborg gegn KFG í kvöld.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Fjölmargir leikir fóru fram í 3.deild í kvöld. Í A riðli sigruðu Árborgarar 2 - 0 sigur gegn KFG á meðan KFR og Álftanes skildu markalaust jafntefli.

Í B riðli sigruðu Berserkir öruggan sigur á Þrótti V á meðan KFK sigraði Ægi 2-1
í C riðli sigruðu Ýmismenn heimamenn í Grundafirði 1-2

A - riðill Það er ennþá allt í hnút í baráttu um annað sætið eftir úrslit kvöldsins en KFG tapaði þá gegn Árborgurum sem hafa sigrað riðilinn örugglega. Á meðan gerðu keppinautar þeirra Álftanes aðeins jafntefli við botnlið KFR en liðin eru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina en þessi tvö lið mætast í lokaumferðinni. Á morgun mætir Sindri svo Hvíta Riddaranum en þessi þrjú lið Álftanes, KFG og Sindri berjast um seinna sætið í úrslitakeppninni. Álftanes mætir KFG á meðan Sindramenn eiga erfiðan útileik gegn Árborg.

KFR 0 - 0 Álftanes

KFG 0 - 2 Árborg
0-1 Leon Einar Pétursson (’25 sjálfsmark)
0-2 Guðbergur Baldursson (’43)

B - riðill Ef það sé spenna í A riðli þá er spennan ekki minni í B-riðli en þar eiga þrjú lið ennþá möguleika á 2.sætinu í riðlinum eftir úrslit kvöldsins. KFK sigraði Ægi og Berserkir sigruðu Þrótt V. Á morgun mætir KFS lið Afríku heima. Í lokaumferðinni mætast KFS og Ægir á meðan KFK mætir Þrótti V. KFK og Ægir eru jöfn að stigum með 17 stig en KFS gætu komist í 19 stig vinni þeir Afríku. Því geta öll þessi þrjú lið náð sæti í úrslitakeppninni en eins og staðan er nú er allt í höndum KFS.

Berserkir 5 - 1 Þróttur V
1-0 Vilhjálmur Ari Gunnarsson (13')
1-1 Hallur K. Ásgeirsson (33')
2-1 Einar Guðnason (55)
3-1 Óli Andri Hermannsson 59')
4-1 Einar Guðnason (66')
5-1 Andri Tómas Gunnarsson (78)

C - riðill Það er í raun engin spenna í C riðli en þar eru Tindastóll og KB búin að tryggja sig í úrslitakeppnina. Ýmir gæti náð þriðja sætinu en þeir unnu botnlið Grundafjarðar 2-1 í dag.

Grundafjörður 1 - 2 Ýmir
Mörk Ýmis: Friðrik Ari Gunnarsson, Sölvi Víðisson
banner
banner
banner
banner