Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 18. ágúst 2010 08:18
Magnús Már Einarsson
Ný stúka og grasvöllur vígð á Selfossi á morgun
Stúkan glæsilega.
Stúkan glæsilega.
Mynd: Selfoss
Ný áhorfendastúka og nýr grasvöllur verða vígð með stuttri vígsluathöfn á Selfossvelli annað kvöld fyrir leik Selfoss og Keflavíkur í Pepsi-deildinni og hefst hún klukkan 18:45.

Nokkur stutt ávörp verða flutt og mun prestur blessa mannvirkið. Einnig munu 3.deildarmeistararnir frá 1966, bikarmeistarar 2.flokks 1967 og íslandsmeistarar frá 1967 heiðra með nærveru sinni.

Vonast er til að stuðningsmenn muni mæta snemma á þennan tímamótaleik.

Grasvöllurinn var fyrst tekinn í notkun 1965 og það er því núna 45 árum síðar að bæjarbúar fagna nýjum velli þegar karlalið Selfoss leikur sitt fyrsta tímabil í efstu deild og nýrri áhorfendastúku sem leysir gömlu góðu tréstúkuna af hólmi og grasbrekkurnar góðu.

Hér að neðan má sjá myndir af því þegar leikmenn Selfoss komu varamannaskýlunum fyrir á nýja grasvellinum fyrr í þessari viku.






banner
banner
banner
banner