Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 20. ágúst 2010 23:17
Magnús Valur Böðvarsson
3.deild: Úrslit og markaskorarar kvöldsins
KFK setur pressu á KFS
KFK á ennþá möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Torfi Geir Hilmarsson (lengst til hægri) skoraði annað marka KFK
KFK á ennþá möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Torfi Geir Hilmarsson (lengst til hægri) skoraði annað marka KFK
Mynd: Fótbolti.net - Vilhjálmur Siggeirsson
Hörður Snævar Jónsson leikmaður Augnabliks lagði upp tvö mörk í leiknum í kvöld.
Hörður Snævar Jónsson leikmaður Augnabliks lagði upp tvö mörk í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Anton Ari Einarsson
Samherjar unnu sinn fyrsta leik og skildu Afríku og Hauka eftir sem einu sigurlausa liðið á Íslandi í sumar.
Samherjar unnu sinn fyrsta leik og skildu Afríku og Hauka eftir sem einu sigurlausa liðið á Íslandi í sumar.
Mynd: Samherjar
Fimm leikir fóru fram í 3.deild karla í kvöld. Einungis hafði einn þeirra einhverja merkingu um hvort lið ætti möguleika á úrslitakeppnina en aðrir spiluðu uppá heiðurinn.
KFK vann Þrótt V í B-riðli og setti þar að leiðandi pressu á KFS sem þarf að vinna Ægi á morgun á útivelli.

A - riðill
Það var ekki mikið í húfi í A- riðli. Björninn gat einungis endað í 5.sæti riðilsins á undan KFR og Markaregni og Hvíta Riddaranum. Markaregn einungis í 6.sæti en Hvíti Riddarinn hefði getað komist upp fyrir KFR á botninum. Það var því einugis spilað uppá heiðurinn í þessum riðli. Úrslitin ráðast svo á morgun þegar Árborg og Sindri mætast og þar ræðst hvort það verður Álftanes eða Sindri sem fylgja Árborgurum í úrslitakeppnina.

Björninn 2 - 2 KFR
0-1 Þórhallur Lárusson (26')
1-1 Jóhann Óli Þorbjörnsson (67')
2-1 Halldór Fannar Halldórsson (81')
2-2 Vésteinn Gauti Hauksson (85')

Hvíti Riddarinn 2 - 3 Markaregn
Mörk Hvíta riddarans: Steinþór Runólfsson og markaskorara vantar
Mörk Markaregns: Björn Ingi Árnason, Már Valþórsson, Viktor Ingi Sigurjónsson

B - riðill
Einn leikur fór fram í þessum riðli en þar sigraði KFK lið Þróttar frá Vogum. Á morgun ráðast svo úrslitin í riðlinum. Ægir á ennþá tölfræðilega möguleika á 2.sæti vinni þeir 12 marka stórsigur á KFS. KFS þarf einnig að vinna sinn leik en jafntefli nægir ekki þar sem markahlutfall þeirra er lakara en KFK manna. Þá leika Vængir Júpiters við Afríku og geta komist í 17 stig fari þeir með sigur að hólmi.

Þróttur V 0 - 2 KFK
0-1 Birkir Ingibjartsson (24')
0-2 Torfi Geir Hilmarsson (65')

KFK heldur pressunni á KFS eftir sigur á Þrótti í kvöld. Mikill vindur gerði leikmönnum erfitt fyrir en heimamenn voru talsvert sterkari. Þeir sóttu undan vindi í fyrri hálfleik og máttu leikmenn KFK þakka markverði sínum Óla Þór Júlíussyni fyrir að hafa ekki verið undir í hálfleik en vegna mikilla forfalla þurfti hann sem útileikmaður að spila í markinu. KFK menn refsuðu heimamönnum fyrir að nýta ekki færin sín með því að skora um miðjan fyrri hálfleik þegar Birkir Ingibjartsson skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu þjálfarans Ómars Inga Guðmundssonar.

Síðari hálfleikurinn var baráttan áfram mikil og aftur voru heimamenn sterkari þrátt fyrir að hafa sterkan mótvind. Þeir áttu hinsvegar erfiðlega að skapa sér færi. KFK menn vörðust skynsamlega og náðu hinsvegar að bæta við marki þegar Torfi Geir Hilmarsson skallaði inn hornspyrnu Guðmundar Atla Steinþórssonar. Svo virtist sem boltinn hafi farið beint innúr hornspyrnunni en Torfi náði að flikka honum áfram af stuttu færi. Eftir þetta sóttu Þróttaramenn stíft og voru nálægt því að skora í tvígang en leikurinn fjaraði út eftir það.

Þessi úrslit þýða það að von Ægismanna um að komast í úrslitakeppnina er afar veik enda þurfa þeir algjöran stórsigur gegn KFS mönnum til að eiga séns. KFS menn verða hins vegar að vinna Ægismenn því tapi þeir eða geri jafntefli fara KFK menn öllum að óvörum í úrslitakeppnina með einungis 20 stig.

C - riðill
Í C riðli fór fram einn leikur en þar sigruðu Augnabliksmenn lið Grundafjaðar með marki á lokamínútunni. Með sigrinum komust þeir upp fyrir Létti í 5.sæti en Léttismenn leika við KB á morgun. KB getur unnið riðilinn sigri þeir Léttismenn með 3 mörkum eða meira að öðru leiti enda þeir í 2.sæti. Skallagrímur og Ýmir eigast við á morgun í leik um 3.sætið í riðlinum.

Augnablik 4 - 3 Grundarfjörður
1-0 Víðir Róbertsson
2-0 Víðir Róbertsson
3-0 Sigurjón Jónsson
3-1 Ragnar Smári Guðmundsson
3-2 Sjálfsmark
3-3 Jón Frímann Eiríksson
4-3 Jón Viðar Guðmundsson

D - riðill
D riðlinum er nánast lokið. Dalvík/Reynir og Magni eru komin í úrslitin. Samherjar og Draupnir mættust í kvöld en það eru tvö neðstu lið riðilsins. Samherji var annað liðið af 2 í deildarkeppni á íslandi sem hafði ekki unnið leik fyrir leikinn en það breyttist því þeir unnu 3-1 sigur á Draupnismönnum. Á morgun klárast riðillinn þegar Hugins menn heimsækja Magnamenn á Grenivík. Lekurinn hefur enga þýðingu.

Samherji 3 - 1 Draupnir
1-0 Sigmundur Rúnar Sveinsson
1-1 Símon Símonarson
2-1 Sveinn Orri Vatnsdal Sveinsson
3-1 László Szilágyi
banner
banner