Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. ágúst 2010 13:04
Arnar Kjartansson
Heimild: Sky 
Aquilani til Juventus á láni (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Juventus hefur náð í miðjumanninn Alberto Aquilani. Hann mun fara til þeirra á lán út tímabilið frá Liverpool.

Ítalski landsliðsmaðurinn fór til Liverpool frá Roma fyrir 17 milljæonir punda.

Rafa Benitez keypti leikmannin þar sem hann átti að koma í staðin fyrir Xabi Alonso sem var seldur til Real Madrid.

Samt sem áður, þá stóðst hann ekki undir væntingum á seinasta tímabili.

Hann var líka óheppinn með meiðsli og kom það í veg fyrir að hann fékk reglulegt sæti í liðinu.

Aquilani náði að spila 26 leiki í öllum keppnum og skoraði 2 mörk, en Liverpool vonaði eftir betri framistöðu frá honum.
banner
banner