Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 22. ágúst 2010 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sporting Life 
Ítalía: Benítez búinn að landa fyrsta titli með Inter Milan
Javier Zanetti og Rafael Benítez með sigurlaunin í gær.
Javier Zanetti og Rafael Benítez með sigurlaunin í gær.
Mynd: Getty Images
Inter Milan vann sinn fjórða titil á árinu í gær þegar liðið vann ítalska ofurbikarinn eftir sigur á Roma á San Siro. Þetta er fyrsti titill ítalska liðsins undir stjórn Rafael Benítez sem kom frá Liverpool í sumar.

John Arne Riise hafði komið Roma yfir á 21. mínútu en Goran Pandev jafnaði metin fjórum mínútum fyrir leikhlé.

Samuel Eto'o skoraði svo tvö mörk á 70. og 80. mínútu og tryggði Inter þar með sigurinn í leiknum og þar með góða byrjun á nýrri leiktíð.

Inter getur enn unnið sex titla á árinu því ofurbikar Evrópu fer fram um næstu helgi þegar liðið mætir Atletico Madrid frá Spáni og svo fer Heimsmeistaramót félagsliða fram í desember. Áður er liðið búið að vinna ítölsku deildina, ítalska bikarinn og Meistaradeild Evrópu undir stjórn Jose Mourinho.

Inter Milan 3-1 Roma:
0-1 John Arne Riise ('21)
1-1 Goran Pandev ('41)
2-1 Samuel Eto'o ('70)
3-1 Samuel Eto'o ('80)
banner
banner