Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   mán 23. ágúst 2010 21:08
Magnús Valur Böðvarsson
Ólafur: Held að Andri eigi að senda honum bréf eða SMS
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur H. Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var að vonum ósáttur eftir 0-2 tap á heimavelli gegn botnliði Hauka í kvöld en þetta var um leið fyrsti sigur Hauka.

,,Ég er náttúrulega ósáttur, Haukarnir voru bara ákveðnari en við í fyrri hálfleik. Ég hélt að ég myndi ekki þurfa að taka mér þessi orð í munn og segja, 'þeir vildu þetta meira' því mér finnst skrítið þegar um íþróttakeppni er að ræða að menn vilji þetta lítið en þeir vildu þetta meira, við vorum slakir í fyrri hálfleik og þ‏eir gengu á lagið," sagði Ólafur við Fótbolta.net eftir leik.

Heimir Guðjónsson þjálfari FH hafði sagt í gærkvöld að Blikar myndu vinna leikinn 6-7 núll. Ólafur var spurður út í þau ummæli í ljósi úrslita kvöldsins.

,,Ég held að Andri eigi að senda honum bréf eða SMS og þakka honum fyrir, hann getur hafa kveikt í þeim," sagði Ólafur um ummæli Heimis.

Kári Ársælsson fyrirliði Breiðabliks var tekinn af velli á 37. mínútu eftir að Haukar skoruðu annað markið í leiknum.

,,Fyrirliðinn er náttúrulega leiðtoginn og þú gefur honum oft lengri snúru en öðrum en mér fannst hann búinn að vera að spila slakan leik fram að því, liðið í heild reyndar, en ég var ósáttur við hann og frammistöðu liðsins og sendi þar af leiðandi skilaboð inn í liðið að menn þyrftu að hysja upp um sig og það yrðu aðrir að stíga upp."

Nánar er rætt við Ólaf í sjónvarpinu hér að ofan.
banner
banner
banner