banner
   sun 29. ágúst 2010 22:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Caughtoffside.com 
Liverpool sagt hafa áhuga á Eiði Smára
Eiður Smári í leik með Tottenham þar sem hann var á láni á síðari hluta síðustu leiktíðar.
Eiður Smári í leik með Tottenham þar sem hann var á láni á síðari hluta síðustu leiktíðar.
Mynd: Getty Images
Enska vefsíðan Caughtoffside sem mikið er vitnað í í slúðurpakkanum á BBC sem birtur er reglulega hér á Fótbolta.net fullyrðir í kvöld að Roy Hodgson stjóri Liverpool hafi áhuga á að fá Eið Smára Guðjonsen til liðs við sig.

Eiður Smári má fara frá Monaco og hefur ekkert æft með liðinu upp á síðkastið. Hann var orðaður við Stoke City fyrr í dag en nú herma nýjustu fréttir að Liverpool hafi einnig áhuga.

Eiður Smári er þar sagður kosta 4,5 milljónir punda frá Monaco en miðillinn segir líklegt að hann myndi sjálfur stökkva á tækifærið til að koma aftur í ensku deildina þar sem hann hefur leikið með Bolton, Chelsea og nú síðast Tottenham.

Þó verður að hafa í huga að Caughtoffside er ekki traustasti miðillinn og birtir mikið af slúðri sem aldrei rætist. Eiður hefur auk Stoke og Liverpool verið orðaður við Fulham og endurkomu til Tottenham.

Roy Hodgson stjóri Liverpool sagði í dag að hann ætlaði að reyna að kaupa framherja áður en félagaskiptaglugginn lokar á þriðjudag.
banner
banner
banner
banner