PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   þri 31. ágúst 2010 17:00
Þórður Már Sigfússon
Heimild: 1899aktuell.se 
Þjálfari Hoffenheim: Arsenal hafði áhuga á Gylfa
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Ralf Rangnick, þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Hoffenheim, er ánægður með nýjasta liðsmann félagsins, Gylfa Þór Sigurðsson, og hrósar happi yfir að hafa náð að klófesta hann þar sem mörg félög voru farin að bera víurnar í hann.

Hann segir í samtali við þýska fjölmiðla að ef félagið ætlaði sér að næla í Gylfa yrði það að gerast í þessum félagaskiptaglugga þar sem mörg ensk lið voru farin að sýna miðjumanninum unga áhuga.

,,Ég átti samtal við yfirnjósnara Arsenal í síðustu viku og hann sagði mér að þeir væru einnig með augastað á Gylfa en til allrar lukku voru þeir ekki að leita að þesskonar leikmanni á þessum tímapunkti,“ sagði Rangnick í samtali við þýska fjölmiðla.

Rangnick segir að mikil undirbúningsvinna hafi farið í kaupin á Gylfa og þar á meðal hafi hann ráðfært sig við 19 ára gamlan son sinn sem hefur nýlokið námi við Háskólann í Reading.

,,Sonur minn sá hann spila og hann var sífellt að segja mér hversu góður þessi leikmaður var. En það er orðum ofaukið að segja að hann hafi fundið hann fyrir okkur,“ sagði Rangnick og bætti við að menn á vegum félagsins hafi fylgst með Gylfa á æfingum hjá Reading í síðustu viku.

Hann hefur engar áhyggjur af því að Gylfi nái ekki að aðlagast þýska boltanum þar sem íslenskir leikmenn séu þekktir fyrir að vera fyrirferðalitlir en sterkir fyrir eins og víkingarnir forðum.
banner