Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   mið 08. september 2010 21:19
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sporting Life 
Mario Balotelli frá næstu sex vikurnar
Mario Balotelli, framherji Manchester City, verður frá keppni næstu sex vikurnar þar sem hann þarf að fara í aðgerð á hné.

Balotelli hefur verið að glíma við hnémeiðsli og nú hefur verið ákveðið að hann fari undir hnífinn.

Þessi ungi Ítali mun því meðal annars missa af leik Manchester City og Chelsea sem og leik gegn Juventus í Evrópudeildinni.

Hann gæti verið klár í slaginn þegar Manchester City og Arsenal mætast 24.október.

Balotelli kom til Manchester City frá Inter á 24 milljónir punda í síðasta mánuði.
banner