Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
banner
   þri 14. september 2010 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur Liverpool 
Liverpool lánar Ayala til Hull (Staðfest)
Liverpool staðfesti um helgina að félagið hafi lánað varnarmanninn Daniel Ayala til Hull City.

Ayala sem er 19 ára gamall miðvörður er lánaður til félagsins sem leikur í ensku B-deildinni, Championship deildinni, í mánuð til að byrja með.

Hann hafði komið til Liverpool frá Sevilla í ágúst árið 2007 og spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu þegar hann kom inná sem varamaður í leik gegn Tottenham í fyrstu umferð síðustu leiktíðar.

Hann lék eftir það fjóra leiki með liðinu og spilaði mikið á undirbúningstímabilinu.
banner
banner