Keflavík 3 - 1 Valur
1-0 Andri Steinn Birgisson ('16)
2-0 Hörður Sveinsson
2-1 Martin Pedersen ('51,víti)
3-1 Hörður Sveinsson ('69)
1-0 Andri Steinn Birgisson ('16)
2-0 Hörður Sveinsson
2-1 Martin Pedersen ('51,víti)
3-1 Hörður Sveinsson ('69)
Keflvíkingar tóku á móti Valsmönnum í leik í 20 umferð Pepsí deildar karla í knattspyrnu í dag. Leikurinn skipti þannig séð litlu máli fyrir liðin. Hvorugt liðanna er í fallbaráttu eða í baráttu um toppsætið. Þannig að það eina sem þau voru að keppa að er að enda mótið með sæmd.
Keflvíkingar byrjuðu leikinn vel og voru greinilega ákveðnir í það að ná sér í sinni fyrsta sigur í fimm leikjum sem og ná fyrsta sigrinum á ,,nýjum" heimavelli. Strax á fyrstu 15 mínútunum áttu þeir nokkrar sóknir þar sem Haukur Ingi og Guðmundur Steinarsson voru í aðalhlutverkunum en þeir spiluðu virkilega vel í dag og það má eiginlega segja það sama um allt Keflavíkurliðið.
Sóknarþungi þeirra skilaði svo árangri á 16 mínútu leiksins en markið kom eins og þruma úr heiðskýru lofti því að þeirri sókn var ekki mikið sem benti til þess að það kæmi mark. Andri Steinn Birgisson tók síðan skot af c.a. 25 metra færi og þrumaði boltanum ofarlega í vinstra hornið.
Fimm mínútum seinna eða á 21 mínútu leiksins átti Haukur Ingi góða fyrirgjöf fyrir mark Vals. Kjartan Sturluson markmaður Vals misreiknaði sig eitthvað og var lagstur niður þegar Hörður Sveinsson kom að markinu og ýtti boltanum auðveldlega inn í markið.
Það var ekki mikið að sjást til Valsmanna í fyrri hálfleik og virkuðu þeir eins og þeir væru ekki tilbúnir í leikinn. Eftir þessi mörk Keflvíkinga gerðist ekki mikið þangað til á 38 mínútu en þá átti Guðmundur Steinarsson hörkuskot að marki Vals sem fór í þverslánna. Ef boltinn hefði farið inn að þá klárlega hefði það komið til greina sem eitt að mörkum sumarsins.
Valsmenn komu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og átti Baldur Ingimar Aðalsteinsson hörkuskot á 48 mínútu og svipaði því til skot Guðmundar í fyrri hálfleik, enda fór það líka í þverslánna.
Á 50 mínútu áttust svo Guðjón Árni og Jón Vilhelm við inn í teig Keflvíkinga sem endaði með því að Jón Vilhelm féll við og vítaspyrna var dæmt. Martin Pedersen daninn knái í liði Vals steig á punktinn og skoraði örugglega úr vítinu.
Maður bjóst kannski við því að við þetta myndi lifna yfir Valsmönnum en það var þvert á móti. Keflvíkinga tóku bara enn meira á því og keyrðu á Valsmenn og það skilaði sér með flottum sóknum.
Hörður Sveinsson var nálægt því að skora með skalla á 61 mínútu eftir sendingu frá Guðmundi Steinarssyni en boltinn fór framhjá. Þar átti Hörður að gera betur,
En Hörður Sveinsson klikkaði ekki á 69 mínútu leiksins en þá fékk hann einnig sendingu frá Guðmundi og skoraði örugglega. Þriðja mark Keflvíkinga og annað mark sitt í leiknum.
Það skall svo hurð nærri hælum á 84 mínútu en þá ætlaði Bjarni Hólm að bjarga frá marki og skalla bolta aftur fyrir en boltinn stefndi beint á markið og þurfti Ómar markmaður að bjarga á síðustu stundu,
Hörður fékk svo kjörið tækifæri til að fullkomna þrennuna á 88 mínútu leiksins en hann var kominn einn á móti Kjartani í markinu en hitti boltann illa og skaut langt yfir markið.
En leiknum lauk með flottum og sanngjörnum sigri Keflvíkinga sem ég fullyrði af ef þeir hefði spilað í allt sumar líkt og þeir gerðu í dag að þá væru þeir klárlega í baráttu um efsta sætið í deildinni.
Keflavík:Ómar Jóhannsson. Guðjón Árni Antoníusson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Alen Sutej. Brynjar Örn Guðmundsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Guðmundur Steinarsson, Andri Steinn Birgisson, Hörður Sveinsson, Haukur Ingi Guðnason.
Varamenn: Lasse Jörgensen, Einar Orri Einarsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Bojan Stefán Ljubicic, Arnór Ingvi Traustason, Magnús Þór Magnússon, Viktor Smári Hafsteinsson.
Valur: Kjartan Sturluson. Stefán Eggertsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Greg Ross, Martin Pedersen. Sigurbjörn Hreiðarsson, Haukur Páll Sigurðsson, Ian Jeffs. Arnar Sveinn Geirsson, Jón Vilhelm Ákason, Guðmundur Steinn Hafsteinsson.
Varamenn: Asgeir Þór Magnússon, Reynir Leósson, Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Matthias Guðmundsson, Rúnar Már S Sigurjónsson, Diarmuid O´Carroll, Þórir Guðjónsson.
Dómari: Einar Örn Daníelsson (fínn)
Aðstæður: Flottar. 426 áhorfendur sem er slakt
Maður leiksins: Erfitt að velja einn en Haukur Ingi Guðnason átti flottan leik sem og Guðmundur Steinarsson og Hörður Sveinsson. En Haukur Ingi fær nafnbótina.