þri 21. september 2010 17:15
Hörður Snævar Jónsson
Lið ársins í 2.deild 2010
Brynjar Gauti er bestur í 2. deildinni.
Brynjar Gauti er bestur í 2. deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Þorsteinn Már Ragnarsson er efnilegastur.
Þorsteinn Már Ragnarsson er efnilegastur.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Ejub er þjálfari ársins.
Ejub er þjálfari ársins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú síðdegis var lið ársins í 2.deild karla opinberað í Gyllta salnum á Hótel Borg við Austurvöll. Fótbolti.net fylgdist vel með 2.deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins og efnilegasta leikmanninum.



Markvörður:
Einar Hjörleifsson (Víkingur Ólafsvík)

Varnarmenn:
Brynjar Kristmundsson (Víkingur Ólafsvík)
Tomasz Luba (Víkingur Ólafsvík)
Brynjar Gauti Guðjónsson (Víkingur Ólafsvík)
Anton Ástvaldsson (Höttur)

Miðjumenn:
Stefán Eyjólfsson (Höttur)
Emil Pálsson (BÍ/Bolungarvík)
Eldar Masic (Víkingur Ólafsvík)

Sóknarmenn:
Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ólafsvík)
Andri Rúnar Bjarnason (BÍ/Bolungarvík)
Jónmundur Grétarsson (BÍ/Bolungarvík)



Varamannabekkur: Róbert Örn Óskasson (BÍ/Bolungarvík) – Markvörður, Aron Bjarki Jósepsson (Völsungur) – Varnarmaður, Milan Lazarevic (KS/Leiftur) – Miðjumaður, Edin Beslija(Víkingur Ólafsvík) - Sóknarmaður, Dalibor Nedic (BÍ/Bolungarvík) - Varnarmaður.
Aðrir sem fengu atkvæði:
Markverðir: Atli Jónasson (Hvöt), Björn Metúsalem Aðalsteinsson (Hamar), Hannes Rúnar Hannesson (Reynir Sandgerði)
Varnarmenn: Eiríkur Ingi Magnússon (KS/Leiftur), Artjoms Goncars (Víkingur Ólafsvík), Frosti Bjarnason (Hvöt), Gunnar Sigurður Jósteinsson (Völsungur), John Andrews (Afturelding), Sindri Örn Steinarsson (ÍH), Sinisa Kekic (Reynir Sandgerði), Dominik Bajda (Víkingur Ólafsvík), Hrannar Björn Steingrímsson (Völsungur), Hafsteinn Rúnarsson (Reynir S.), Jens Elvar Sævarsson (Hvöt), Suad Begic (Víkingur Ólafsvík), Stefán Jón Sigurgeirsson (Völsungur), Sindri Már Sigurþórsson (Víkingur Ólafsvík), Halldór Fannar Júlíusson (Völsungur), Sigurgeir Sveinn Gíslason (BÍ/Bolungarvík), Gunnar Már Elíasson (BÍ/Bolungarvík)
Miðjumenn: Magnús Már Einarsson (Afturelding), Óskar Snær Vignisson (Hvöt), Bjarki Baldvinsson (Völsungur), Helgi Óttar Hafsteinsson (Víkingur Ólafsvík), Bjarni Pálmason (Hvöt), Ágúst Örlaugur Magnússon (Hamar), Jón Hafsteinn Jóhannsson (Völlsungur), Goran Lukic (Víðir), Jón Kári Eldon (Hvöt), Elfar Árni Aðalsteinsson (Völsungur), Birgir Freyr Ragnarsson (Afturelding), Axel Ingi Magnússon (Hamar), Sigurður Donys Sigurðsson (Höttur), Marteinn Guðjónsson (Reynir Sandgerði)
Sóknarmenn: Jóhann Magni Jóhannsson (Reynir S.), Arnór Þrastarsson (Afturelding), Björn Bergmann Vilhjálmsson (Víðir), Þórður Birgisson (KS/Leiftur), Mirnes Smajlovic (Hvöt), Kristján Óli Sigurðsson (Víkingur Ólafsvík), Ragnar Hauksson (KS/Leiftur) .



Þjálfari ársins: Ejub Purisevic (Víkingur Ólafsvík)
Það kemur svo sem fáum á óvart að Ejub Purisevic var valinn þjálfari ársins enda var liðið taplaust í deildinni. Ejub kom aftur til Ólafsvíkur fyrir þetta tímabil og tapaði liðið bara einum leik á þessari leiktíð og var það gegn FH í undanúrslitum VISA-bikarsins. Víkingur er með gott lið sem ætti að gera fína hluti í 1. deildinni.

Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins:Alfreð Elías Jóhannsson (BÍ/Bolungarvík), Jón Aðalsteinn Kristjánsson (Hamar), Jón Páll Pálmason (Höttur), Jóhann Kristinn Gunarsson (Völsungur)

Leikmaður ársins: Brynjar Gauti Guðjónsson (Víkingur Ólafsvík)
Brynjar Gauti er vel að því kominn að vera leikmaður ársins. Hann er fæddur árið 1992 og átti gott tímabil með Ólafsvík í sumar, Hann var fyrirliði liðsins sem tapaði ekki leik í deildinni og tapaði aðeins fyrir FH í undanúrslitum VISA-bikarsins í sumar. Hann er miðvörður sem á framtíðina fyrir sér.
Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ólafsvík), Andri Rúnar Bjarnason (BÍ/Bolgunarvík), Aron Bjarki Jósepsson (Völsungur), Einar Hjörleifsson (Víkingur Ólafsvík), Stefán Eyjólfsson (Hötur), Eldar Masic (Víkingur Ólafsvík)

Efnilegasti leikmaður ársins Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ólafsvík)
Þorsteinn Már hrellti nokkrar varnirnar í sumar með hraða sínum tækni. Skoraði fullt af mörkum og sýndi það í VISA-bikarnum að hann er góður leikmaður. Ætti að geta haldið áfram að sýna þessa sömu takta í 1. deildinni og hann gerði í sumar.
Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Brynjar Gauti Guðjónsson (Víkingur Ólafsvík), Andri Rúnar Bjarnason (BÍ/Bolungarvík), Emil Pálsson (BÍ/Bolungarvík).


Ýmsir molar:

  • Þorsteinn Már Ragnarsson leikmaður Víking Ólafsvík var eini leikmaðurinn sem fullt hús stiga eða 22 atkvæði.


  • Andri Rúnar Bjarnason framherji Bí/Bolungarvíkur fékk atkvæði frá öllum nema einum.


  • Það munaði einu atkvæði á því hver yrði efnilegastur og bestur.


  • Hvorki fleiri né færri en 23 varnarmenn fengu atkvæði í liði ársins að þessu sinni.


  • Leikmenn úr öllum liðum deildarinnar nema KV fengu atkvæði í vali á liði ársins að þessu sinni.



banner
banner
banner