Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   mán 04. október 2010 10:25
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Roy Hodgson: Erum í fallbaráttu
Roy Hodgson stjóri Liverpool segir að lið hans sé í fallbaráttu þar sem liðið er í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni og hefur áhyggjur af spilamennsku liðsins.

,,Það eru 31 leikir eftir en þegar þú ert í fallsvæði þá ertu í fallbaráttu," sagði Hodgson.

,,En ég ég held að áhyggjur mínar séu ekki af falli, áhyggjur mínar eru að við séum ekki að spila eftir okkar bestu gæðum."

Aðspurður hvort sex stig úr sjö leikjum sé ekki óásættanlegt sagði Hodgson: ,,Já, auðvitað. Þetta er Liverpool."

,,Við erum stórt félag og stórt lið, og enginn okkar ætti að sætta sig við þennan stigafjölda. Við getum ekkert gert í því en við verðum að leggja hart að okkur til að gera betur í framtíðinni."

banner
banner
banner