Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 08. október 2010 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Daily Mail 
Redknapp: Eini glæpur Gillett og Hicks var að leyfa Rafa að eyða
Harry Redknapp
Harry Redknapp
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham ræddi ítarlega um eigendur Liverpool þá George Gillett og Tom Hicks við ensku pressuna í gær.

Hann telur að stuðningsmenn félagsins hafi enga ástæðu til þess að reiðast þeim þar sem þeir lögðu fleiri milljónir punda í félagið til þess að eyða í leikmenn.

John Henry ásamt New England Sports Network bauð 300 milljónir punda í Liverpool á dögunum og var því tilboði tekið þó gegn ákvörðun Gillett og Hicks sem ætla að fara með málið alla leið fyrir rétt.

Gillett og Hicks skulda rúmlega 280 milljónir punda, en Redknapp telur að það sé engum að kenna nema Rafael Benitez, fyrrum knattspyrnustjóra Liverpool og leikmönnunum sem keyptir voru og stóðust ekki væntingar.

,,Það hlýtur að vera laus skrúfa í hausnum á þér ef þú kaupir knattspyrnulið. Öll umræðan í kringum Liverpool er það að topplið með góða leikmenn sem eru ekki að spila vel, en það er einungis tímabundið vandamál," sagði Redknapp.

,,Eina vandamálið er skortur á sjálfstrausti innan liðsins, en það mun brátt snúast við og í allri þessari umræðu þá hef ég gríðarlega mikla samúð með Gillett og Hicks."

,,Það eina sem þeir virðast hafa gert er að eyða öllum fjármunum sínum í staðinn og núna eru þeir að fara að tapa á því þegar þeir selja klúbbinn, en það eina sem þeir fá er skítinn yfir sig í hverri viku. Það er ekki þeim að kenna að dýru leikmennirnir sem voru keyptir eru ekki að standa sig"
sagði Redknapp enn fremur

Síðan Gillett og Hicks eignuðust félagið þá hafa þeir sett 150 milljónir punda í kaup á leikmönnum, en Rafael Benitez eyddi 228 milljónum punda í leikmenn á sex árum sínum hjá félögum í 76 leikmenn.

,,Aquilani kostaði hvað, 20 milljónir punda? Hann var hræðilegur og er það eigendum félagsins að kenna?."

,,Það er ekki oft sem þjálfarar hrósa eigendum eða stjórnarmönnum, en ég væri til í að vita hvað þessir amerísku eigendur gerðu sem er svona hrikalega rangt,"
sagði hann að lokum.
banner
banner