sun 17. október 2010 07:16
Magnús Már Einarsson
Atli Heimisson og félagar í Asker upp í fyrstu deild í Noregi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Heimisson og félagar hjá Asker í Noregi tryggðu sér í gær sæti í næstefstu deild á næsta ári.

Asker sigraði Notodden í gær í úrslitaleik um sæti í fyrstu deildinni. Þessi lið voru í tveimur efstu sætunum í sínum riðli í annarri deildinni fyrir leikinn í gær.

Asker sigraði 3-1 og hefur því fjögurra stiga forskot á Notodden fyrir lokaumferðina um næstu helgi.

Atli er alls búinn að skora tólf mörk á tímabilinu með Asker í 23 leikjum.

Atli kom til Asker frá ÍBV haustið 2008 en hann var valinn besti leikmaðurinn í fyrstu deildinni á Íslandi það ár.
banner
banner
banner