Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. október 2010 15:03
Alexander Freyr Tamimi
Heimild: BBC 
Hodgson neitar að gagnrýna Torres
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson knattspyrnustjóri Liverpool neitaði að gagnrýna framherjann Fernando Torres eftir 2-0 tap liðsins gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Tapið eykur enn á niðurlægingu liðsins sem situr nú í næstneðsta sæti deildarinnar.

Hodgson segir að liðið sé allt of gott til að vera á þessum stað í deildinni en hann vonar nú að Torres geti farið að skora fljótlega til að auka sjálfstraustið.

,,Torres er ekki í slæmu formi líkamlega, hann er ekki lengur meiddur. Hann fékk slæma gagnrýni fyrir frammistöðu sína á heimsmeistaramótinu og er svolítið langt niðri andlega," sagði Hodgson.

,,Hann þarf að skora mark til að koma sjálfstraustinu í lag, en ég hef samt ekkert út á frammistöðu hans gegn Everton að setja."

,,Mér finnst við ekki vera í neinni krísu því að við spiluðum vel í dag. Það trúir því enginn að lið sem spilar svona sé í einu að þremur neðstu sætum deildarinnar. Ég held það sé óhætt að segja að við séum óheppnir."


banner
banner
banner