Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 18. október 2010 11:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Powerade slúðrið: Rooney til Man City? - Rijkaard til Liverpool?
Rooney er í slúðrinu eins og venjulega.
Rooney er í slúðrinu eins og venjulega.
Mynd: Getty Images
Rijkaard er orðaður við Liverpool.
Rijkaard er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að daglegum slúðurpakka í boði Powerade en þar er búið að taka saman helsta slúðrið í ensku götublöðunum.



Wayne Rooney og Coleen eiginkona hans eru opin fyrir því að fara frá Englandi en framherjinn sterki gæti farið til Real Madrid eða Barcelona. (Daily Telegraph)

Manchester City er til í að borga nánast hvað sem er til að fá Rooney en félagið er til í að bjóða honum 300 þúsund pund í vikulaun. (Daily Mirror)

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, ætlar að nota Karim Benzema sem hluta af kaupverðinu til að fá Rooney. (The Sun)

Manchester United og Manchester City eru á eftir Wesley Sneijder miðjumanni Inter. (Transfer Tavern)

Liverpool mun fá samkeppni frá Manchester United um Steven Defour miðjumann Standard Liege. (Transfer Tavern)

Aston Villa hefur áhuga á Gervinho framherja Lille. (Daily Mirror)

Blackburn er að gera tveggja ára samning við miðjumanninn Herold Goulon sem er án félags sem stendur. (Daily Mirror)

Ibrahim Affelay ætlar að klára tímabilið með PSV Eindhoven og því er ljóst að hann fer ekki til Arsenal í janúar. (Imscouting.com)

Celtic ætlar að reyna að fá Shay Given markvörð Manchester City. (The Scotsman)

Mick McCarthy, stjóri Wolves, ætlar ekki að lána varamarkvörðinn Wayne Hennessey. (Eatsleepsport.com)

Liverpool ætlar að reyna að fá Frank Rijkaard þjálfara Galatasaray til að taka við af Roy Hodgson. (Caughtoffside.com)

Alex McLeish, stjóri Birmingham, segir að Arsenal hefði getað endað með sjö menn inn á í leik liðanna um helgina. (Daily Mail)

Ungir leikmenn gætu fengið tækifæri í liði Chelsea gegn Spartak Moskvu á morgun þar sem að mikil meiðsli eru í herbúðum þeirra bláklæddu. (Daily Mail)

Gordon Strachan er tilbúinn að hætta sem stjóri Middlesbrough eftir lélegt gengi að undanförnu. (Daily Mirror)
banner
banner
banner