lau 23. október 2010 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Powerade slúðrið: Ferguson fær 60 milljónir að eyða
Ferguson getur fagnað því að halda Wayne Rooney og fá samt að eyða 60 milljónum punda í leikmannakaup samkvæmt slúðrinu.
Ferguson getur fagnað því að halda Wayne Rooney og fá samt að eyða 60 milljónum punda í leikmannakaup samkvæmt slúðrinu.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að daglegum slúðurpakka í boði Powerade en þar er búið að taka saman helsta slúðrið úr ensku götublöðunum.

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United mun fá 60 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn fyrir næstu leiktíð. Efstir á óskalistanum eru Wesley Sneijder miðjumaður Inter Milan og Edin Dzeko framherji Wolfsburg. (Daily Star)

United er einnig að berjast við Tottenham og Arsenal umað fá Gary Cahill varnarmann Bolton sem er metinn á 15 milljónir punda. (Daily Mail)

Steven Defour leikmaður Standard Liege gæti líka verið á óskalista Manchester United sem vill bjóða 12 milljónir punda í hann til að leysa Owen Hargreaves af hólmi. (TalkSport)

Ferguson hefur einnig áhuga á Alexis Sanchez kantmanni Udinese, Manuel Neuer markverði Schalke og Ibrahim Affellay framherja PSV Eindhoven. (Caughtoffside.com)

Inter Milan mun hækka tilboð sitt í Gareth Bale miðjumann Tottenham eftir þrennuna gegn þeim í Meistaradeildinni. (Daily Mirror)

Tottenham hefur sett 35 milljón punda verðmiða á Bale. (ImScouting)

Liverpool er komið í kapphlaup við Wigan og Blackpool um að fá slóovenska miðjumanninn Valter Birsa frá Auxerre. (Daily Mail)

Framherjinn Fernando Llorente hefur verið frábær með Athletic Bilbao og Spáni svo mörg félög, þeirra á meðal Liverpool, vilja tryggja sér hann. (IMScouting)

Liverpool ætlar líka að reyna að fá Roman Pavlyuchenko frá Tottenham, Phil Jones hjá Blackburn og Shaun Wright Phillips frá Manchester City. (Caughtoffside.com)

Leighton Baines bakvörður Everton er á óskalista Bayern Munchen. (Daily Mail)

Steve McClaren stjóri Wolfsburg ætlar að reyna að fá Jermaine Jenas frá Tottenham. (TalkSport)

Gerard Houllier stjóri Aston Villa óttast að einhver hafi haft ólöglega samband við kantmanninn Ashley Young því hann sleit samningaviðræðum. (The Sun)

Nýi samningurinn hjá Wayne Rooney við Manchester United skilar honum 250 þúsund pundum á viku. (Daily Mirror)

Sam Allardyce stjóri Blackburn telur að Rafael Benítez stjóri Inter Milan og fyrrverandi stjóri Liverpool eigi að taka ábyrgð á stöðu enska liðsins. (Daily Mirror)

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool og Jamie Carragher leikmenn Liverpool veita Roy Hodgson stjóra liðsins stuðning til að snúa gengi liðsins við. (Daily Mail)

Barcelona hefur sett 250 milljón punda verðmiða á Lionel Messi. (TalkSport)
banner
banner
banner
banner
banner