Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
   fim 28. október 2010 08:30
Magnús Már Einarsson
Steinþór fagnaði með því að henda treyjunni upp í stúku
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Örgryte, fagnaði marki á nýstárlegan hátt þegar hann skoraði í lokaumferð sænsku fyrstu deildarinnar um síðustu helgi.

Steinþór fagnaði með því að fara úr treyjunni og henda henni upp í stúku til stuðningsmanna Örgryte. Hann var síðan í annarri treyju innan undir og gat því haldið leik áfram eins og ekkert hefði í skorist.

,,Ég ákvað þetta bara í seinni hálfleik. Vanalega fæ ég alltaf aðra treyju í hálfleiknum og fyrst að þetta var síðasti leikurinn þá ákvað ég að gera þetta," sagði Steinþór við Fótbolta.net en hann hefur lengi ætlað að fagna með þessum hætti.

,,Ég náði nú að fagna eins og ég ætlaði að gera fyrir þremur árum en þá gleymdi ég því þegar ég loks skoraði."

Steinþór fékk að líta gula spjaldið fyrir fagnið þar sem að bannað er að fagna mörkum með því að fara úr treyjunni.

,,Dómarinn sá við mér og því var mér launað gula kortið en hann spurði mig samt eftir á hvort að mér væri ekki kalt."

Hér að ofan má sjá myndband af fagninu.
banner
banner
banner