Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 28. október 2010 08:30
Magnús Már Einarsson
Steinþór fagnaði með því að henda treyjunni upp í stúku
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Örgryte, fagnaði marki á nýstárlegan hátt þegar hann skoraði í lokaumferð sænsku fyrstu deildarinnar um síðustu helgi.

Steinþór fagnaði með því að fara úr treyjunni og henda henni upp í stúku til stuðningsmanna Örgryte. Hann var síðan í annarri treyju innan undir og gat því haldið leik áfram eins og ekkert hefði í skorist.

,,Ég ákvað þetta bara í seinni hálfleik. Vanalega fæ ég alltaf aðra treyju í hálfleiknum og fyrst að þetta var síðasti leikurinn þá ákvað ég að gera þetta," sagði Steinþór við Fótbolta.net en hann hefur lengi ætlað að fagna með þessum hætti.

,,Ég náði nú að fagna eins og ég ætlaði að gera fyrir þremur árum en þá gleymdi ég því þegar ég loks skoraði."

Steinþór fékk að líta gula spjaldið fyrir fagnið þar sem að bannað er að fagna mörkum með því að fara úr treyjunni.

,,Dómarinn sá við mér og því var mér launað gula kortið en hann spurði mig samt eftir á hvort að mér væri ekki kalt."

Hér að ofan má sjá myndband af fagninu.
banner
banner
banner