Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Örgryte, fagnaði marki á nýstárlegan hátt þegar hann skoraði í lokaumferð sænsku fyrstu deildarinnar um síðustu helgi.
Steinþór fagnaði með því að fara úr treyjunni og henda henni upp í stúku til stuðningsmanna Örgryte. Hann var síðan í annarri treyju innan undir og gat því haldið leik áfram eins og ekkert hefði í skorist.
Steinþór fagnaði með því að fara úr treyjunni og henda henni upp í stúku til stuðningsmanna Örgryte. Hann var síðan í annarri treyju innan undir og gat því haldið leik áfram eins og ekkert hefði í skorist.
,,Ég ákvað þetta bara í seinni hálfleik. Vanalega fæ ég alltaf aðra treyju í hálfleiknum og fyrst að þetta var síðasti leikurinn þá ákvað ég að gera þetta," sagði Steinþór við Fótbolta.net en hann hefur lengi ætlað að fagna með þessum hætti.
,,Ég náði nú að fagna eins og ég ætlaði að gera fyrir þremur árum en þá gleymdi ég því þegar ég loks skoraði."
Steinþór fékk að líta gula spjaldið fyrir fagnið þar sem að bannað er að fagna mörkum með því að fara úr treyjunni.
,,Dómarinn sá við mér og því var mér launað gula kortið en hann spurði mig samt eftir á hvort að mér væri ekki kalt."
Hér að ofan má sjá myndband af fagninu.