fim 28. október 2010 11:12
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Roy Hodgson: Ekkert heyrt frá Manchester United út af Reina
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, stjóri Liverpool, hefur sagt að Manchester United eigi ekki möguleika á að fá markvörðinn Pepe Reina.

Hinn 28 ára gamli Reain var á dögunum orðaður við Manchester United sem leitar nú að arftaka Edwin van der Sar í framtíðinni.

,,Þetta er ein af þessum sögum sem koma skjóta upp kollinum. Þetta er leiðinlegt og pirrandi," sagði Hodgson.

,,Pepe er frábær hér. Allt sem hann gerir hjá félaginu er stórkostlegt. Hann er alltaf líflegur í búningsklefanum, hann er alltaf frábær á æfingum og hann vill alltaf bæta sig."

,,Við höfum ekki heyrt neitt frá Manchester United og við viljum ekki heyra neitt frá Manchester United."

,,Ef (Sir Alex) Ferguson er að leita að markverði í lok tímabils og hefur pening til að fá mann fyrir (Edwin) van der Sar þá gæti vel verið að hann vilji fá Pepe Reina því hann er sá besti."

,,Við viljum hins vegar ekki selja hann. Ég vona að félaginu fara að ganga vel aftur og Pepe er mikilvægur þáttur í því."

banner