lau 30. október 2010 11:30
Hafliði Breiðfjörð
Fótboltanámskeið með Margréti Láru og Guðnýju Björk
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðný Björk Óðinsdóttir.
Guðný Björk Óðinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnuakademía Íslands verður með þriggja vikna morgunnámskeið í knatthöllinni Kórnum 8. – 25. nóvember fyrir 9 – 16 ára stelpur.

Þjálfarar á námskeiðinu verða þær stöllur Margrét Lára Viðarsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir sem báðar spila með sænska liðinu Kristianstad og Íslenska landsliðnu.

Auk þeirra mun Jón Páll Pálmason þjálfari meistaraflokks Fylkis þjálfa á námskeiðinu.

Þjálfunin er einstaklingsmiðuð þar sem áhersla er á að þjálfa grunnþætti knattspyrnu sem skiptir miklu máli fyrir þennan aldurshóp að þjálfa, auk þess sem farið verður í skemmtilega leiki með bolta.

Verður hópnum skipt bæði eftir aldri og getu til að tryggja að allar stelpurnar fái sem mest út úr námskeiðinu.

Námskeið Knattspyrnuakademíunnar hafa verið gífurlega vinsæl í gegnum tíðina og færri komist að en viljað.

Þátttökugjald á námskeiðinu er 13.900 kr. með morgunhressingu (3 vikur).

Fer skráning fram á netfanginu: [email protected].

Hægt er að finna allar nánari upplýsingar um þetta námskeið og önnur námskeið Knattspyrnuakademíu Íslands á www.knattspyrnuakademian.is og á Facebook síðu Knattspyrnuakademíu Íslands.
banner
banner
banner