Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. nóvember 2010 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Afmælisráðstefna KÞÍ á laugardag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands verður 40 ára laugardaginn 13. nóvember.

Í tilefni af þeim merku tímamótum mun KÞÍ í samvinnu við KSÍ halda þjálfararáðstefnu í húsakynnum KSÍ í Laugardal, afmælisdaginn 13 nóvember.

Ráðstefnan hefst kl 10:00 með setningu og lýkur klukkan 15:00

Dagskrá :
10:00 Setning – Sigurður Þórir Þorsteinsson, formaður KÞÍ
10:15 U-21 árs landslið Íslands. Fyrirlesari : Sigurður Ragnar Eyjólfsson
11:15 Skipulag þjálfunar þýskra landsliða. Fyrirlesari Michael Köllner fræðslunefnd DFB
12:30 Hádegishlé
13:15 Líkamleg þjálfun knattspyrnumanna. Fyrirlesari : Raymond Verheijen
15:00 Ráðstefnulok

Ráðstefnustjóri: Kristján Guðmundsson
Verð: 3500 krónur, en 1500 krónur fyrir félagsmenn KÞÍ. Innifalið er kaffi og hádegisverður.

Þátttaka á ráðstefnunni gildir sem fimm tímar í endurmenntun fyrir KSÍ B ( UEFA B) og KSÍ A (UEFA A)

Þátttaka tilkynnist á netfang : [email protected]

Sigurður R Eyjólfsson, sem kom kvennalandsliði Íslands í úrslitakeppni EM í Finnlandi 2009 rýnir í þá leikmenn sem komu u-21 árs liði Íslands á lokakeppni EM 2011 í Danmörku.

Michael Köllner sem hefur starfað í fræðslunefnd Þýska knattspyrnusambandsins til fjölda ára segir okkur frá uppbyggingu Þjóðverja á landsliðum Þýskalands sem hafa náð glæsilegum árangri á stórmótum undanfarin ár.

Raymond Verheijen fráHollandi , er einn umtalaðasti líkamsþjálfari innan knattspyrnunnar. Hann hefur unnið mikið með Guus Hiddink, m.a. með landslið S-Kóreu og var líkamsþjálfari hjá Manchester City í stjórnartíð Mark Hughes.
banner
banner
banner