Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 03. nóvember 2010 14:48
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur Liverpool | Wikipedia 
Damien Comolli ráðinn til Liverpool (Staðfest)
Damien Comolli.
Damien Comolli.
Mynd: Getty Images
Liverpool gekk í dag frá ráðningu Damien Comolli sem verður yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu en hann var síðast hjá Tottenham þar sem hann var rekinn Hann gegndi sömu stöðu hjá Tottenham frá árinu 2005.

Hann var í þrjú ár hjá Tottenham en sum af leikmannakaupum hans til félagsins voru gagnrýnd og hann var rekinn í október 2008 eftir slakt gengi liðsins en þá var Juande Ramos knattspyrnustjóri og Gus Poyet aðstoðarmaður hans einnig reknir.

Hann keypti þó til Tottenham sterka leikmenn eins og Gareth Bale, Alan Hutton, Kevin-Prince Boateng, Giovanni dos Santos, Adel Taarabt og Younes Kaboul. Frá árinu 1996 var hann í sjö ár hjá Arsenal sem yfirnjósnari.

,,Damien hefur sannað sig í að finna spennandi unga hæfileikamenn og við erum hæstánægðir með að hann hafi samþykkt að koma til Liverpool. Hann vinnur náið með Roy Hodgson og þjálfarateyminu. Ég veit að hann mun leggja mikið fram í að styrkja félagið og hópinn okkar," sagði John Henry eigandi félagsins í dag.

Roy Hodgson hélt áfram: ,,Ég hlakka til að vinna með Damien sem ég hef þekkt í mörg ár. Við erum bundnir spennandi verkefni hérna og hann mun leggja mikið til málanna. Við viljum allir styrkja hópinn og styðja leikmannaþróunina næstu árin."
banner
banner
banner
banner