Udogie orðaður við Man City - Huijsen eftirsóttur - Will Still gæti tekið við Southampton
   mið 03. nóvember 2010 20:03
Alexander Freyr Tamimi
Heimild: Sporting Life 
Jurgen Klinsmann ráðinn til Toronto FC (Staðfest)
Þýska knattspyrnugoðsögnin Jurgen Klinsmann hefur skrifað undir samning við kanadíska knattspyrnufélagið Toronto FC um að sinna þar ráðgjafahlutverki. Toronto FC er eina kanadíska liðið í bandarísku MLS deildinni þessa stundina.

Hlutverk Klinsmann er að hjálpa félaginu að byggja upp nýtt lið eftir að Mo Johnston var rekinn úr svipuðu hlutverki í september, en þar hafði hann verið síðan árið 2006.

„Það er mikill heiður fyrir okkur að vinna með knattspyrnugoðsögn á borð við Jurgen og fá aðgang af hans gríðarlegu reynslu og þekkingu til að hjálpa okkur að bæta liðið," sagði Tom Anselmi, varaforseti félagsins.

Klinsmann átti farsælan feril sem knattspyrnumaður og skoraði 47 mörk í 108 leikjum fyrir Þýskaland.

Toronto endaði í sjötta sæti af átta liðum í austurdeild MLS á þessu tímabili.