Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 18. nóvember 2010 15:34
Magnús Már Einarsson
Christian Mouritsen í Val (Staðfest)
Christian Mouritsen og Daniele de Rossi.
Christian Mouritsen og Daniele de Rossi.
Mynd: Getty Images
Valur hefur samið við færeyska framherjann Christian Mouritsen en hann kemur til félagsins frá B36 í heimalandinu.

Mouritsen var á reynslu hjá Val á dögunum og hann gerði tveggja ára samning við félagið áður en hann hélt aftur heim til Færeyja í síðustu viku.

Mouritsen á að baki sex landsleiki fyrir Færeyjar en fyrsti landsleikur hans var á móti Íslandi í Kórnum.

Auk þess að vera framherji þá getur Mouritsen leikið framarlega á miðjunni en hann var meðal annars í unglingaliði Manchester City tímabilið 2007-2008.

Mouritsen er þriðji Færeyingurinn sem Valsmenn fá síðan Kristján Guðmundsson tók við liðinu í haust en áður höfðu Jónas Þór Næs og Pól Jóhannus Justinussen samið við félagið.
banner
banner
banner