Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 20. nóvember 2010 22:51
Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason í Lokeren (Staðfest)
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason, besti leikmaður Íslandsmótsins 2010, skrifaði í kvöld undir samning við belgíska félagið Lokeren.

Alfreð staðfesti þetta við Fótbolta.net núna í kvöld en hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Lokeren með möguleika á þriðja árinu.

Breiðablik hafði staðfest 3. nóvember að félagið hafi komist að samkomulagi við Lokeren um sölu á Alfreð og nú hefur leikmaðurinn samið sjálfur við félagið en hann er í Belgíu þessa stundina.

Alfreð, sem er 21 árs, var besti leikmaður Pepsi-deildarinnar síðastliðið sumar en hann varð næstmarkahstur í deildinni með fjórtán mörk. Þá er Alfreð í U21 árs landsliði Íslendinga sem vann sér á dögunum þátttökurétt á Evrópumótinu sem fer fram í Danmörku á næsta ári.

Margir íslenskir leikmenn hafa leikið með Lokeren í gegnum tíðina og þar má meðal annars nefna Arnór Guðjohnsen, Rúnar Kristinsson, Arnar Þór Viðarsson, Arnar Grétarsson og Marel Baldvinsson.
banner
banner