þri 14. desember 2010 07:05
Magnús Már Einarsson
Heimild: OTP 
Barcelona setti met gegn Sociedad - 938 heppnaðar sendingar
Xavi átti 120 heppnaðar sendingar á 70 mínútum.
Xavi átti 120 heppnaðar sendingar á 70 mínútum.
Mynd: Getty Images
Barcelona setti nýtt met í spænska boltanum í fyrrakvöld þegar liðið náði 938 heppnuðum sendingum í 5-0 sigrinum á Real Sociedad.

Þegar Barcelona niðurlægði Real Madrid á dögunum átti liðið 684 sendingar en þær voru mun fleiri gegn Sociedad.

Barcelona náði alls að bæta fyrra metið í spænska boltanum um 108 sendingar.

Til gamans má geta þess að Stoke City hefur náð 913 heppnuðum sendingum samanlagt í síðustu þremur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og því náði Barcelona fleiri sendingum í þessum eina leik.

Xavi stjórnaði að venju umferðinni á miðjunni hjá Barcelona gegn Sociedad en hann átti 120 heppnaðar sendingar áður en hann fór af velli á 70.mínútu.
banner
banner